Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2022 13:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sjúkdóminn vera orsakaðan af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Vísir/Vilhelm Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40