„Framsókn setti okkur afarkosti sem við gátum ekki sætt okkur við“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2022 11:01 Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingar á Akranesi Samfylkingin sleit viðræðum við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi meirihlutasamstarf á Akranesi í gær. Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar, segir að Framsókn hafi sett flokknum afarkosti sem hann hafi ekki getað gengið að. Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Þeir afarkostir sneru að fjölda sæta sem Framsókn fengi í ráðum og nefndum bæjarins á kjörtímabilinu. „Ég er búinn að vera að lesa fréttir í morgun þar sem oddviti Framsóknar segir að þau hafi viljað spegla skiptinguna frá síðasta kjörtímabili,“ segir Valgarður. „Mér fannst þau bjóða okkur lakari kosti núna en á síðasta kjörtímabili.“ Framsókn er með aukinn styrk á bak við sig nú en á síðasta kjörtímabili þar sem flokkarnir störfuðu saman. Þá var flokkurinn með tvo bæjarfulltrúa en Samfylking þrjá. Nú eru báðir flokkar með þrjá menn í bæjarstjórn. Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi, Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi, og Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.Vísir/Arnar „Okkur þótti eðlilegast að þarna væri tveir jafnstórir flokkar og að þeir skiptu þá jafnt með sér sætum í ráð og nefndir,“ segir Valgarður. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar viljað „spegla skiptinguna“ á nefndarsæturunum eins og Valgarður orðar það. Það er að segja að Samfylkingin fengi á þessu kjörtímabili jafn marga í ráð og nefndir og Framsókn síðast - þó Samfylkingin sé með fleiri bæjarfulltrúa en Framsókn þá. „Það gátum við einfaldlega ekki sætt okkur við,“ segir Valgarður. Sjálfstæðisflokkur í kjörstöðu Nú er því ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ræður næstu skrefum á Akranesi en hann náði einnig inn þremur mönnum og getur nú valið sér hvort hann fari í meirihlutaviðræður við Samfylkingu eða Framsókn. Valgarður segist hafa rætt við Líf Lárusdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi og að þau hafi komið sér saman um að hittast í dag. Hann er bjartsýnn á að flokkarnir geti fundið flöt fyrir meirihlutasamstarfi.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Slitnar upp úr viðræðum á Skaganum Meirihlutaviðræður Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akranesi hafa siglt í strand. 20. maí 2022 09:00