Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 13:57 Hressileg fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala var tekin í dag. Nýr Landspítali/Eva Björk Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju bílastæða– og tæknihúsi nýs Landspítala, ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þórana Elín Dietz frá HÍ einnig skóflustungu að húsinu. Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Nýtt bílastæða- og tæknihús hins nýja Landspítala verður um 19 þúsund fermetrar að stærð með um 500 bílastæði og 200 hjólastæði. Í húsinu verða þar að auki 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur. Þá liggja einnig fyrir áfrom um byggingu bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegum bílakjallara Hörpunnar, sem er ætlað sama tilgangi. Í fréttatilkynningu er tekið fram að tæknihluti hússins sé afar mikilvægur en þar verði tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítalans þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu svæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns. Það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Húsið mun þar að auki hýsa kælikerfi spítalans og loftræstikerfi. Teikning af nýju bílastæða- og tæknihúsi nýs Landspítala.Nýr Landspítali Góður skriður á verkefni um nýjan Landspítala „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi hér í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til hér við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða – og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar hér á svæðinu myndi eina heild,“ segir Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, tekur í sama streng: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni“. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að nýja húsinu.Nýr Landspítali/Eva Björk Eitt af mörgum mikilvægum skrefum Varðandi útboð á verkefninu segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdarstjóri Nýs Landspítala, að eftir alútboð hafi verið samið við byggingarverktakann Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd. „Jarðvinnu á rannsóknahúsinu er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða– og tæknihúsinu. Dagurinn í dag eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu hér við Hringbraut“. Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf., segir Eykt þekkja vel til Hringbrautarverkefnisins: “Við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýja Landspítalann og húsið sem nú fer af stað er enn ein ný áskorun”. Rauða örin sýnir væntanlega staðsetningu nýs bílastæða- og tæknihúss.Nýr Landspítali/Eva Björk
Bílastæði Landspítalinn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira