Jarðskjálftamælir á Mars verður rykinu að bráð Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2022 23:36 Vélknúinn armur Insight tók þessa mynd af geimfarinu og sólarsellum þess í desember árið 2018. AP/NASA Útlit er fyrir að bandaríska geimfarið Insight á Mars syngi sitt síðasta í sumar þegar rafhlöður þess tæmast. Farið missir nú orku vegna ryks sem safnast hefur fyrir á sólarsellum þess. Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018 Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Insight lenti á Mars árið 2018 en geimfarinu var ætlað að kanna jarðvirkni og innviði rauðu reikistjörnunnar. Síðan þá hefur farið greint fleiri en 1.300 jarðskjálfta. Sá stærsti þeirra var af stærðinni fimm fyrir um tveimur vikum. Líklegt er að orka geimfarins klárist í júlí, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Sólarsellurnar framleiða nú aðeins um einn tíunda hluta þeirrar orku sem þær gerðu fyrst eftir lendinguna fyrir að verða fjórum árum. Gert var ráð fyrir að svona færi en leiðangursstjórarnir vonuðust þó til þess að vindur næði að blása rykinu af sólarsellunum. Bruce Banerdt, yfirvísindamaður leiðangursins hjá Jet Propulsion Lab í Bandaríkjunum, segir að þúsundir hvirfilbylja hafi verið nálægt því að blása rykinu af en enginn þeirra hafi dunið nógu beint á farinu. „Þetta hefur ekki verið of mikill bölmóður hjá teyminu. Við einbeitum okkur enn að því að stjórna geimfarinu,“ segir hann. Insight verður annað geimfarið á Mars sem NASA missir á fáum árum vegna ryksins sem hylur nær allt yfirborð nágrannareikistjörnu okkar. Könnunarjeppinn Opportunity komst aldrei aftur af stað eftir að hann lenti í miklum rykstormi sem náði yfir stóran hluta Mars árið 2018
Geimurinn Mars Tækni Tengdar fréttir InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30 Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30 Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. 24. febrúar 2020 22:30
Opportunity kveður eftir fimmtán ár Opportunity-leiðangrinum á Mars lauk formlega í gær þegar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti að ítrekaðar tilraunir vísindamanna hennar við að koma á sambandi við geimfarið hefðu ekki borið árangur. 14. febrúar 2019 08:30
Litli jarðfræðingurinn á hjólum söng loks sitt síðasta Vísindamenn og aðdáendur minnast Opportunity-Marsjeppans með hlýhug eftir að tæplega fimmtán ára leiðangri hans lauk formlega í gær. 14. febrúar 2019 13:00