Fulltrúar B, D, S og M funda um meirihluta á Akureyri í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason og Snorri Másson skrifa 18. maí 2022 10:58 Viðræður standa yfir um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins á Akureyri, virðist nokkuð bjartsýnn á viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar með Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Stefnt er að því að fulltrúar flokkanna hittist í kvöld til að ræða málin. Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Eins og Vísir sagði frá í gær var meirihlutaviðræðum L-listans, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins slitið í gær að frumkvæði síðarnefndu flokkanna. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Vísi í gær að ekki hafi náðst saman um nokkur mál. Halla Björk Reynisdóttir, einn af bæjarfulltrúm L-listans, sagði þó að lítill sem enginn málefnaágreiningur hafi verið uppi. Halla Björk sagði einnig í gær að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu ákveðið að fara í viðræður við Miðflokkinn og Samfylkingunna um myndun meirihluta. Samanlegt eiga þessir flokkar sex fulltrúa í bæjarstjórn þar sem ellefu fulltrúar eiga sæti. „Við höfum það svolítið á tilfinningunni að þau hafi aldrei ætlað sér að mynda meirihluta með okkur,“ segir Halla Björk í stamtali við Vísi í dag. Það er allavega talað um að þau séu að ræða við hina flokkana, BDSM-stjórnin eins og hún var kölluð í Morgunblaðinu, hvernig getur það litið út, yrðuð þið ósátt ef það yrði niðurstaðan? „Við erum auðvitað ósátt við að komast ekki í meirihluta hafandi unnið kosningarnar. En við getum svosem lítið gert í því." Ekki mikið sem standi út af miðað við stefnuskrár flokkanna Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi og oddviti Miðflokksins, segir í samtali við Vísi að fulltrúar flokkanna fjögurra, B, D, S og M, muni hittast á fundi í kvöld. Hann virðist nokkuð bjartsýnn á viðræðurnar. „Ef þú skoðar stefnuskrá flokkanna þá er ekkert mikið sem stendur út af, það sem fólk er eitthvað virkilega ósátt um eitthvað. Það eru nú flestir sem sjá hvað þarf að gera í bænum okkar og það eru allir kannski með svipaðar stefnuskrár, það er bara hvernig við ætlum að nálgast það,“ segir Hlynur. Aðspurður um hvort að það hafi komið honum á óvart að upp úr hafi slitnað úr viðræðum L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins í gær, segir hann að svo hafi verið. „Ég hélt nú að þeir gætu alveg náð þessu saman en eitthvað hefur gerst þarna sem hefur fólk hefur ekki verið sátt við, sem ég veit ekkert um í sjálfu sér,“ segir Hlynur.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Tengdar fréttir Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55 Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Mikil endurnýjun á Akureyri og margar leiðir að meirihluta í boði Á Akureyri hefur frá 2020 verið svokölluð samstjórn í bæjarstjórn. Það er að bæjarfulltrúar allra flokka sem náðu inn manni í kosningunum 2018 hafa haldið sameiginlega um stjórn þessa höfuðbóls manna á Norðurlandi. 15. maí 2022 09:55
Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. 17. maí 2022 21:10
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent