Meirihlutaviðræðum á Akureyri slitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2022 21:10 Meirihlutaviðræðum L-lista, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á Akureyri var slitið í kvöld. Vísir/Vilhelm Meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og L-listans, um myndun bæjarstjórnarmeirihluta er lokið. Þetta staðfestir Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að meirihlutaviðræður flokkanna, sem hafið höfðu formlegar viðræður, væru á viðkvæmu stigi. Viðræðunum var svo slitið á fundi í kvöld, en Halla Björk segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa átt frumkvæði að því. „Það var lítill sem enginn málefnaágreiningur. Þau óttuðust að við værum með fleiri bæjarfulltrúa en þau,“ segir Halla Björk í samtali við fréttastofu. Sex bæjarfulltrúa þarf til að mynda meirihluta á Akureyri. L-listinn fékk þrjá fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum, en Sjálfstæðisflokkur og Framsókn fengu tvo fulltrúa hvor. Meirihluti flokkanna þriggja hefði því talið sjö bæjarfulltrúa. Halla Björk Reynisdóttir er bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri. Segir heiðursmannasamkomulag svikið Að sögn Höllu Bjarkar var samkomulag milli flokkanna, um að ráðast ekki í viðræður við aðra meðan á viðræðum flokkanna þriggja stæði, ekki virt. „Þau virtu ekki heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra á meðan við værum í viðræðum og eru farin í viðræður við aðra flokka,“ segir Halla Björk. Hún segir að flokkarnir tveir séu farnir í viðræður við Samfylkinguna og Miðflokkinn. Vissulega vonbrigði en allt opið Halla Björk fer ekki leynt með að henni þyki vonbrigði hvernig viðræðurnar fóru. „En við verðum bara að bíða og sjá , nú er allt opið. Sjáum hvernig þeim gengur að tala saman,“ segir hún. L-listinn sé þá opinn fyrir því að ræða við aðra flokka. Flokkurinn hafi getað starfað með öllum, og allt komi til greina. Segir ágreining um fjölda málefna Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir að flosnað hafi upp úr meirihlutaviðræðunum á þar sem flokkarnir sem ræddu saman hafi ekki náð saman um nokkur mál.Ekkert eitt hafi ráðið úrslitum. Hann segir þá rétt það sem Halla Björk segir: Að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt frumkvæði að því að slíta viðræðunum. Hvað varðar heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki við aðra flokka meðan flokkarnir þrír ættu í viðræðum vill Heimir lítið tjá sig. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri.Aðsend „Samkomulag og ekki samkomulag. Við litum bara á þetta svona og fórum bara aðra leið. Svona er lífið,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Hann segist líta svo á að viðræðurnar hafi ekki gengið upp, og þess vegna hafi flokkarnir þurft að líta annað. En varðandi þetta samkomulag, hvort það sé rétt að það hafi verið til staðar og verið brotið? „Já og nei.“ Hann segist ekki geta staðfest að flokkarnir tveir séu nú komnir í viðræður við Samfylkingu og Miðflokkinn. „Það er ekki komið það langt, það verður ákveðið á morgun,“ segir Heimir í samtali við fréttastofu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Sunnu Hlín Jóhannesdóttur, oddvita Framsóknarflokksins á Akureyri, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent