Innlent

Hlut­lausir blaða­menn sem gefa ekkert upp um eigin stjórn­mála­skoðanir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Matthías, Arnmundur og Úlfur eru liðsmenn FÁUP.
Matthías, Arnmundur og Úlfur eru liðsmenn FÁUP.

Yngstu fréttamönnum landsins, sem fjalla nú um sínar fjórðu kosningar á ferlinum, er umhugað um skipulagsmál og flugvöllinn í Vatnsmýri. Þeir segja aðgengi að stjórnmálafólki furðugott en gefa ekkert upp um eigin stjórnmálaskoðanir.

Fréttastofa áhugamanna um pólitík, FÁUP, er skipuð fimm strákum í 8. bekk í HáteigsskólaFrá því í sveitastjórnarkosningunum 2018 hafa piltarnir haldið úti metnaðarfullri umfjöllun um kosningar á Íslandi; margra þátta seríur eftir þá eru aðgengilegar á Youtube.

Og þeir hafa ekki veigrað sér við því að vaða í þungu málin; „Hvernig lítur þú aftur á hitting þinn á Klaustursbar fyrir um tveimur árum?“ spurði einn liðsmanna Karl Gauta Hjaltason í viðtali fyrir alþingiskosningarnar í haust.

Fréttastofa náði tali af þremur FÁUP-mönnum þar sem þeir voru nýkomnir úr skólasundi. Þar fóru piltarnir, Arnmundur, Matthías og Úlfur, yfir það hvað heillaði þá við pólitík, málefnin sem brenna á þeim fyrir kosningarnar nú og framtíðarfyrirætlanir fréttastofunnar.

Viðtalið við strákana má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×