Kominn tími á alvöru miðbæ í Reykjanesbæ Eggert Sigurbergsson skrifar 12. maí 2022 15:00 Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjanesbær Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna. Nýr framsækinn miðbær Það sem Reykjanesbær þarf á að halda er miðbær sem ekki laðar eingöngu til sín Suðurnesjamenn heldur einnig þær milljónir ferðamanna sem fara um Keflavíkurflugvöll á ári hverju og munu gera um ókomna tíð. Miðbærinn þarf að uppfylla óskir um öfluga verslanakjarna sem standast væntingar um allt það helsta sem Ísland hefur upp á bjóða og sinnir jafnframt öllum þörfum sjálfra íbúanna. Miðbær þarf að skarta menningu og sögu Suðurnesja þar sem reisa mætti kjarna endurreistra gamalla bygginga frá Suðurnesjum þar sem ferðamenn og íbúar geta notið þess að versla og njóta matar og veitinga. Miðbærinn þarf að tengja saman Hafnargötuna, Vatnsnesið og Krossmóa og gera að einu samfelldu verslunar- og þjónustusvæði sem þjónar ekki bara íbúum á Suðurnesjum heldur einnig milljónum ferðamanna sem keyra nú bara fram hjá. Miðbærinn gæti samhliða orðið miðpunktur ferðaþjónustu um Suðurnes, Gullna hringinn og suðurströndina eins og Reynisfjöru. Jafnvel mætti bjóða upp á dagsferðir í miðbæ Reykjavíkur. Hvað þarf að gera? Reykjanesbær þarf að endurskipuleggja Vatnsnesið og færa þann iðnað sem þar er á hentugri stað og gera Keflavíkurhöfn að þróunarsvæði eins og er heimilt að gera samkvæmt hafnarlögum með samþykki ráðherra. Huga þarf að samgöngum við nýja miðbæinn með því að fjölga leiðum að miðbænum og geta hringtengt umferð um svæðið í stað þess að búa til flöskustúta. Hver á að borga? Eðlilega á einkaframtakið að leiða þessa uppbyggingu og bærinn á að sjá til þess að skipulag taki mið af uppbyggingu miðbæjarins. Reykjanesbær getur lagt til lóðir, eignir og mögulegt byggingarland sem yrði framlag bæjarins í þróunarfélög sem stofnuð yrðu um framkvæmdir sem bærinn gæti síðan selt með hagnaði. Reykjanesbær á ekki að fjármagna framkvæmdir með lántökum heldur yrðu slíkar lántökur á hendi þeirra þróunarfélaga sem standa munu að uppbyggingu miðbæjarins og því ættu íbúar ekki að sitja uppi með þúsunda milljóna króna afskriftir eins og reyndin er með kísil- og álver þegar allt átti að reddast með stóriðju. Framtíð Reykjanesbæjar Framtíðin er björt ef rétt er haldið á spilunum með Reykjanesbæ sem miðstöð verslunar og þjónustu á Suðurnesjum. Við í Miðflokknum viljum stuðla að stórkostlegri framtíð Reykjanesbæjar með framsýnni hugsun og framkvæma það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun