„Við erum eiginlega bara miður okkar“ Snorri Másson skrifar 11. maí 2022 23:02 Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar, óttast mjög um afdrif bæjarleikhússins í Mosfellsbæ, sem stendur til að rífa. Vísir/Stefán Í bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ er hver sýning síðasta sýningin. Stjórnarmaður í leikfélaginu segir hræðilega tilhugsun að húsið þurfi að víkja fyrir blokk eða bílastæði. Á meðan tími gefst, er Maríu Guðmundsdóttur leikkonu minnst með reglulegri sýningu. Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“ Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Boðað er að í stað hússins, sem áður var áhaldahús bæjarins, komi blokk sambærileg þeim sem sjá má í innslaginu að ofan. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara alveg hræðilegt. Við erum eiginlega bara miður okkar að þetta hús eigi að hverfa, hvort sem það er fyrir blokk eða bílastæði,“ segir Dóra G. Wild, stjórnarmaður í Leikfélagi Mosfellssveitar. „Við erum í raun og veru alltaf að sýna síðustu sýninguna, við vitum í raun og veru ekki hvað við verðum hérna lengi. Það er alltaf sagt: Þið verðið hérna þar til við erum búin að finna eitthvað nýtt,“ segir Dóra. Það sem hefur verið lagt til að er að starfsemi leikfélagsins færist í menningarkjarna í næstu götu ásamt annarri starfsemi, Hlégarð. Það segir Dóra að henti leikfélaginu ekki - og hvetur frambjóðendur til að endurhugsa málið. Á meðan endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir lifir leikfélagið í óvissu. En tapar ekki gleðinni, því nú um mundir er verið að sýna sýningu helgaða ævi Mosfellingsins og leikfélagskonunnar Maríu Guðmundsdóttur sem lést í fyrra. Það var vel að merkja móðir Dóru. María Guðmundsdóttir leikkona var stólpi í starfsemi Leikfélags Mosfellssveitar og Bæjarleikhússins.Bæjarleikhúsið „Þetta er svona til heiðurs henni, þetta eru sketsar eftir hana, uppáhaldstónlistin hennar, tónlistin okkar, og þetta er gleði, sorg og alls konar,“ segir Dóra. Óumdeilt er að María hefði séð á eftir leikhúsinu, segir Dóra hýr í bragði: „Mamma elskaði þetta hús meira en hún elskaði mig... Það er bara þannig.“
Leikhús Mosfellsbær Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira