Heilbrigðisþjónustan – við höfum fengið nóg! Margrét Þórarinsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson og Rannveig Erla Guðlaugsdóttir skrifa 11. maí 2022 08:16 Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Heilbrigðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Umbót er frjálst og óháð stjórnmálaafl í Reykjanesbæ sem byggir á reynslu. Við höfum undanfarna daga tekið á móti fjölmörgum kjósendum á kosningaskrifstofu okkar að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ. Eitt af hitamálunum fyrir þessar kosningar er Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Á stofnuninni starfar vinnusamt og gott fólk sem leggur mikið á sig og vinnur undir álagi. Traustið til HSS þarf að bæta Við höfum heyrt reynslusögur frá íbúum Reykjanesbæjar þegar kemur að HSS. Hrakfallasögur sem hafa margar hverjar endað með því að leita hafi þurft til Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu, stundum með lífið í lúkunum. Bergmálið var skýrt, traustið til þessarar stofnunar er ekki til staðar. Það er mikið áhyggjuefni. Nýverið var það tilkynnt að nú væri búið að fullfjármagna og samþykkja nýja heilsugæslu í Innri-Njarðvík. Þessu fögnum við að sjálfsögðu. Vandinn er hins vegar sá að ef einungis þyrfti nýtt húsnæði eða nýja málningu á gamla veggi í húsnæði HSS, til að bæta þjónustu við bæjarbúa Reykjanesbæjar, þá væri málið leyst. Það er hins vegar ekki tilfellið. Framkvæmdastjórn ómálefnaleg Þúsundir íbúa Reykjanesbæjar sækja heilbrigðisþjónustu til höfuðborgarinnar. Framkvæmdastjórn HSS svaraði gagnrýni sjúklinga og aðstandenda þannig að þau telji alla umfjöllun ómálefnalega og að hún stefni starfsemi HSS í hættu. Er það ekki málefnalegt að gagnrýna það að yfirlæknir HSS nýtti sér læknaleigu sem hann rak sjálfur? Samkvæmt svari framkvæmdastjórnar HSS er vandinn umfjöllunin. Fólkið sem tjáir sig um lélega þjónustu og rangar greiningar lækna. Þetta er nú ekki sérlega málefnalegt að okkar mati. Framkvæmdastjórn segist ekki ná að manna stöður vegna þessarar umfjöllunar og því muni staðan seint lagast. Á starfsfólk HSS ekki betra skilið en framkvæmdastjórn sem kennir umfjöllun íbúanna um? Umfjöllun sem byggir á reynslusögum? Þær eru ekki “bara” hluti af rótgrónum vanda stofnunarinnar heldur eru þetta reynslusögur af tilfellum sem hafa átt sér stað. Til að breyting geti átt sér stað hjá HSS þá þarf að bjóða betri þjónustu og þannig fækka tilfellum. Sé betur hlúð að starfsmönnum HSS þá hlýtur það að skila sér til þeirra sem sækja þjónustu þangað. Það þarf að fjölga starfsfólki og bæta aðstöðu, það stendur upp á ríkisvaldið og það stendur upp á bæjarfulltrúa að fylgja því eftir. Heilsuöryggi ekki nægilegt Málið snýst um heilsuöryggi. Við erum í auknum mæli farin að leyta til einkarekinna stofnana. Hvar hafa stjórnunarhættir brugðist? Framkvæmdastjórn HSS býr ekki á svæðinu, þau búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er óheppilegt því það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við íbúana á svæðinu. Við búum einfaldlega ekki við nægilegt heilsuöryggi og því þarf að breyta! Því viljum við í Umbót breyta strax. Við þurfum að byggja stofnunina upp. Við þurfum að byrja á því að ráða fólk héðan af Suðurnesjunum í stjórnendastöður. Ríkið þarf annað hvort að taka slaginn alla leið með gæðaeftirliti og fjármagni og færa HSS undir Landspítalann og tryggja þannig jafnan aðgang að sérfræðingum eða sleppa takinu og leyfa sveitarfélögunum að manna stöðurnar, taka ákvarðanir og hleypa einkarekstri að svæðinu. Kæri kjósandi. Tökum málin í okkar hendur og stöppum niður fæti. Við höfum fengið nóg! Umbætur í rekstri HSS eru forgangsmál Umbótar í Reykjanesbæ. Taktu slaginn með okkur. X-U Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun