Talnablekkingar í Hafnarfirði Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar 10. maí 2022 10:30 Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ábyrg fjármálastjórnun sveitarfélaga er afar mikilvæg og hefur meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Hafnarfirði stært sig af því að hafa sýnt ábyrga fjármálastjórnun, sérstaklega hvað varðar árangur við að ná niður skuldum. En er það svo? Sér rýnt í nýjasta ársreikning sveitarfélagsins og hann borinn saman við ársreikning 2017 kemur í ljós að árangur meirihlutans í þessum efnum er einfaldlega alls ekki góður. Á kjörtímabilinu hafa skuldir aukist um 10 milljarða, eða úr 40 milljörðum í 50 milljarða. Hér er um að ræða 25% aukningu skulda á kjörtímabilinu og því alrangt að halda því fram að skuldir hafi lækkað á kjörtímabilinu. Skuldahlutfall í ársreikningi hefur vissulega lækkað úr 159% í 148% á tímabilinu, en þá þarf að hafa í huga að þegar skuldahlutfall er reiknað, er deilt í heildarskuldir með heildartekjum. Á árinu 2021 er tekjufærð lóðasala upp á 2,5 milljarð sem skekkir verulega myndina. Sala á lóðum hefur ekkert að gera með raunverulegan rekstrarlegan árangur, enda hefur lóðasala verið stopul í sveitarfélaginu og því er hér um að ræða óreglulegar tekjur. Séu tekjur vegna lóðasölu teknar út fyrir sviga kemur í ljós að skuldahlutfall án tekna vegna lóðasölu er nákvæmlega það sama á árinu 2021 og 2017. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur því ekki náð neinum árangri á kjörtímabilinu varðandi lækkun skulda eða bættan rekstur. Enda hefur íbúum ekki fjölgað og skattstofnar því ekki stækkað svo sem nauðsynlegt er til að halda uppi heilbrigðum rekstri og mæta auknum kröfum um þjónustu. Þrátt fyrir framangreindar tekjur vegna lóðasölu er tap á rekstri sveitarfélagins sem nemur 709 milljónum, en tapið væri ríflega 3 milljarðar án lóðasölunnar. Því er ljóst að reksturinn er fjarri því að vera sjálfbær. Á meðan skatttekjur hafa aukist um 22% á kjörtímabilinu hefur íbúafjöldi staðið í stað, rekstrargjöld hafa hækkað um 44% og skuldir um 25%. Stærsti gjaldaliður sveitarfélagsins eru launaútgjöld, eða ríflega helmingur. Launaútgjöld sveitarfélagsins hafa aukist um 45% á sama tíma og launavísitala Hagstofunnar hefur einungis hækkað um 27%, enda hefur stöðugildum bæjarfélagsins fjölgað um 14% á kjörtímabilinu, þrátt fyrir að íbúum bæjarins hafi ekki fjölgað. Miðflokkurinn og óháðir í Hafnarfirði munu beita sér fyrir raunverulegum árangri í fjármálastjórnun sveitarfélagsins. Við ætlum að sjá til þess að lóðaframboð verði nægt og stöðugt, þannig að sveitarfélagið geti vaxið jafnt og þétt og auka íbúalýðræði á þann hátt að íbúar fái þann sjálfsagða rétt að kjósa um allar meiriháttar framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Með þeim hætti fáum við íbúar Hafnarfjarðar að ráða því hver forgangsröðun er við ráðstöfun okkar fjármuna. Jafnframt munum við gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins og finna leiðir til aukinnar hagkvæmni, m.a. með auknum útboðum vegna framkvæmda og viðhalds eigna. Settu X við M á kjördag fyrir ábyrga fjármálastjórnun. Höfundur er viðskiptafræðingur og viðskiptalögfræðingur og skipar 2. sætið á M lista Miðflokks og óháðra í Hafnarfirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar