Ekki vanhæfur þrátt fyrir „óviðeigandi“ ummæli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. maí 2022 13:08 Eyþór og Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri þegar hún tók við lyklavöldum lögreglunnar fyrir norðan. Lögregluembættið Norðurlandi eystra Þrátt fyrir að tvenn ummæli staðgengils lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í garð fjölmiðlafólks séu talin óheppileg og óviðeigandi er hann ekki vanhæfur til að fara með rannsókn á meintu broti gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig. Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra. RÚV greindi fyrst frá niðurstöðu Landsréttar. Þann 26. apríl hafnaði Héraðsdómur Norðurlands eystra kröfu Þóru Arnórsdóttur ritstjóra Kveiks, um að bæði Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og Eyþór Þorbergsson, staðgengill hennar og aðstoðarsaksóknari, yrðu lýst vanhæf til að fara með rannsóknina vegna ummæla sem Eyþór lét falla. Embættið rannsakar nú meint brot á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, en símanum hans á að hafa verið stolið á meðan hann lá veikur á sjúkrahúsi. Páll tilheyrir hópi sem hefur kallað sig „skæruliðadeild Samherja“ og hefur hann beitt sér gegn fjölmiðlum og gagnrýnendum Samherja. Gögnum úr síma Páls var lekið til fjölmiðla sem síðan unnu fréttir upp úr þeim hluta sem talin voru eiga erindi við almenning. Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra beinist að meintu broti á friðhelgi einkalífs Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja. Berglind Svavarsdóttir,lögmaður Þóru, staðfestir í samtali við fréttastofu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms með vísan til forsendna og að ekki sé hægt að áfrýja niðurstöðunni. Í úrskurði Héraðsdóms segir að hvorki í lögum né réttarframkvæmd sé gert ráð fyrir að vanhæfi undirmanns leiði til vanhæfi yfirmanns og því geti Páley ekki talist vanhæf á þessum forsendum í ljósi þess að það hafi verið Eyþór hafi látið umrædd ummæli falla en ekki Páley. Eyþór sagði í greinargerðað svo virtist sem að fjölmiðlar hefðu strax farið í að nýta sér meint brot heimildarmanns bæði faglega og fjárhagslega. Ummælin eru svohljóðandi: „X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega.“ Taldi Þóra að með þessu hefði Eyþór dróttað að refsiverðri háttsemi. Héraðsdómur er ekki á sömu skoðun vegna þess að Eyþór hafi sett fyrirvara með því að nota orðið „virðist“. Eyþór sagði þá í samtali við fréttastofu að blaðamenn ættu að „vera í blómaskreytingum“ ef þeir þyldu ekki gagnrýni um sjálfan sig.
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28 Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30 Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Saksóknari segir viðkvæma blaðamenn eiga heima í blómaskreytingum Lögregluembættið á Norðurlandi eystra var gripið í landhelgi þegar það gaf Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni réttarstöðu sakbornings og vildi yfirheyra hann sem slíkan. Héraðsdómur segir það ólögmætt. Lögregluembættið fyrir norðan ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 28. febrúar 2022 15:28
Blaðamenn segja greinargerðina einkennast af dylgjum og getgátum Ýmissa grasa kennir í greinargerð Eyþórs Þorbergssonar aðstoðarsaksóknara, þar sem afstaða Páleyjar Borgþórsdóttur lögreglustjóra og lögregluembættisins birtist til rannsóknar á hlut blaðamanna í sakamáli sem snýr að eitrun, símastuldi og svo dreifingu kynferðislegs efnis. 24. febrúar 2022 22:30
Kröfu Þóru um vanhæfi lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafnað Kröfu Þóru Arnórsdóttur fréttamanns Ríkisútvarpsins um að embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrði úrskurðað vanhæft til að rannsaka meint brot blaðamanna á friðhelgi einkalífs skipstjórans Páls Steingrímssonar hefur verið hafnað. 26. apríl 2022 16:28