Guðni hrifnari af tungumálatilburðum Selenskí en sínum eigin Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 19:10 Volodimir Selenski Úkraínuforseti segir Íslendinga berjast við eldgos og jarðskjálfta, en Úkraínumenn við ógn innrásarhers. Hann hvatti íslenska alþingismenn í dag til að auka þrýsting á Rússland og halda áfram mannúðaraðstoðinni. Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni. Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Sögulegt augnablik á sögulegum tímum: Í fyrsta sinn í dag ávarpaði erlendur þjóðarleiðtogi Alþingi Íslendinga. Volodimir Selenski hefur hefur ávarpað önnur þjóðþing en hann er ekki alltaf að lesa af sama blaði; hann er þekktur fyrir að laga erindi sitt að staðháttum. Í innslaginu að ofan má sjá þegar Selenskí heilsaði á íslensku: „Góðan dag, þetta er Volodimír Selenskí í Kænugarði.“ Um leið og Selenski bað Íslendinga að rifta öllum fjármálalegum tengslum við Rússa, höfðaði hann til sögulegra tengsla Íslendinga við Úkraínumenn. „Fáránlega góður punktur.“Vísir/Vilhelm „Dömur mínar og herrar. Úkraína og Ísland eru nátengd. Menningarheimar okkar hafa þekkst í meira en þúsund ár. Forfeður okkar hafa í gegnum tíðina glaðir fundið sameiginlegan grundvöll, sem sést í okkar tungumáli og ykkar. Við búum á jaðri Evrópu við ólíkar aðstæður, hvort sem er í náttúru, efnahag eða öryggi. En við höfum sömu gildi í Reykjavík og Kænugarði,“ sagði Selenskí. Katrín Jakobsdóttir, eftir ræðuna: „Mér fannst hann tala mjög skýrt. Ég hef nú hlustað á hann á ýmsum alþjóðastofnunum en það er annað að hlusta á hann tala í okkar íslenska samhengi og ég held að þessi stund verði ógleymanleg okkur sem hér vorum.“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir og ávarpaði Selenskí á úkraínsku, en sagði enn áhrifameira að Selenskí hafi ávarpað Íslendinga á íslensku. „Þetta er táknrænn vottur um það að það er svo miklu meira sem sameinar okkur en sundrar okkur,“ segir Guðni.
Úkraína Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Sjá meira
Skýr skilaboð til umheimsins: „Engin viðskipti við einræðið“ „Góðan dag, þetta er Selenskí í Kænugarði.“ 6. maí 2022 14:43