Þrír látnir eftir axarárás í Ísrael Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2022 23:27 Þrír féllu í árásinni í kvöld. Getty/Nir Keidar Þrír hafa verið drepnir og fleiri eru særðir eftir að axarárás var gerð í borginni Elad í Ísrael í kvöld. Lögregla segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys. Ísrael Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Ísraelskir fréttamiðlar hafa greint frá því að tveir menn hafi ráðist á vegfarendur í almenningsgarði í Elad vopnaðir exi og hnífum. Mannanna er nú leitað og lögregla hefur sett upp vegatálma víða um borgina og leitar í bílum sem hafa verið stoppaðir. Í dag er þjóðhátíðardagur Ísrael og stofnun ísraelska ríkisins fagnað. Borgaryfirvöld í Elad hafa fyrirskipað fólki að halda sig innandyra í völd. Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins um málið að meirihluti íbúa borgarinnar séu strangtrúaðir gyðingar (e. ultra-Orthodox). „Gleðin sem fylgir þjoðhátíðardegi okkar hætti snögglega. Árásin í Elad er hjartanu og sálinni áfall,“ skrifar Yair Lapid utanríkisráðherra Ísrael á Twitter. שמחת יום העצמאות נקטעה ברגע. פיגוע רצחני באלעד מחריד את הלב והנשמה. שלושה נרצחו ועוד שלושה נפצעו בידי מחבלים שפלים. אני שולח תנחומים מעומק הלב למשפחות שאיבדו הערב את היקרים להן מכל, ומתפלל עם כל בית ישראל לשלומם של הפצועים.— יאיר לפיד - Yair Lapid🟠 (@yairlapid) May 5, 2022 Undanfarnar vikur hefur árásum á ísraelska gyðinga fjölgað gífurlega en fleiri hafa ekki fallið í slíkum árásum í Ísrael síðan 2006. Fram kemur í frétt BBC að flestar árásanna hafi Palestínumenn eða ísraelskir arabar framið. Sextán Ísraelar, þar á meðal einn lögreglumaður af ísraelskum-arabískum uppruna, hafa fallið og tveir Úkraínumenn. Árásirnar hafa allar verið í Ísrael og á Vesturbakkanum. Ísraelsk stjórnvöld hafa svarað árásahrinunni með því að framkvæma áhlaup á palestínska bæi, þar sem átök hafa brotist út og minnst 26 fallið, þar af almennnir borgara. Ísrael var stofnað þann 14. maí 1948 en þjóðhátíðardagurinn fellur ekki alltaf á sama dag á hverju ári þar sem miðað er við hebreska dagatalið. Þann 15. maí ár hvert syrgja Palestínumenn stofnun ríkisins en dagurinn kallast al-Naqba, sem á arabísku þýðir hamfarir eða stórslys.
Ísrael Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira