„Það er ekkert plan B“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2022 21:32 Kyana Sue Powers hefur þrjátíu daga til að yfirgefa landið eftir að umsókn hennar um dvalarleyfi var synjað. Vísir/Arnar Bandarískur áhrifavaldur segir það hafa verið mikið áfall að vera synjað um dvalarleyfi á Íslandi en henni hefur verið gert að yfirgefa landið innan mánaðar. Hún er þó vongóð um farsæla lausn og segir ekkert annað koma til greina en líf á Íslandi. Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“ Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Kyana Sue Powers flutti fyrst til Íslands 2019 og hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur með fylgjendur í tugþúsundatali. Ísland er í forgrunni í færslum Kyönu á samfélagsmiðlum en hún hefur einna helst vakið athygli á Instagram og TikTok. „Veturnir mættu missa sín,“ segir Kyana og hlær, innt eftir því hvernig henni hafi liðið á Íslandi. Almennt sé þó dásamlegt að vera hér; hérna eru vinir hennar og hér hefur hún búið sér heimili. Seldi allt og á í engin önnur hús að venda Þá stofnaði Kyana fyrirtæki utan um framleiðslu á samfélagsmiðlaefni í fyrra og sótti svo um dvalarleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar. Kærunefnd útlendingamála synjaði þeirri beiðni og Kyönu gert að yfirgefa landið innan þrjátíu daga. Kyana segir tilfinningarnar hafa nær borið hana ofurliði við fréttirnar. „Bara eins og öllum sem sagt er að þeir þurfi að yfirgefa staðinn sem þeir telja heimili sitt. Ég á ekki í nein önnur hús að venda. Það að ég sé frá Bandaríkjunum þýðir ekki að þar bíði mín heimili. Ég leigði ekki húsið mitt út, ég seldi allt. Ég get ekki farið neitt annað,“ segir Kyana. Væri ekki að berjast ef hún elskaði ekki landið Úrskurður kærunefndar byggir meðal annars á því að Vinnumálastofnun hafi synjað Kyönu um atvinnuleyfi vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar - og því bæri að hafna umsókninni um dvalarleyfi. En ákvörðun Vinnumálastofnunar hefur verið kærð og verði henni snúið gæti það breytt öllu fyrir Kyönu. Hún segir það eina í stöðunni að vera vongóð og vonast eftir svari innan skamms. „Ég elska Ísland. Ef ég elskaði það ekki svona mikið gæti ég ekki barist svona fyrir því að fá að vera hér áfram,“ segir Kyana. „Ég er ekki með neitt „plan B“. Ég ætla ekki að fara frá Íslandi. Þannig að við verðum bara að finna einhvern veginn út úr þessu, hvort sem það er að reyna að fá annað dvalarleyfi eða eitthvað annað.“
Íslandsvinir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Kyönu Sue gert að yfirgefa landið: „Við bíðum enn eftir svari frá vinnumarkaðsráðuneytinu“ Kæru bandaríska áhrifavaldsins Kyöna Sue Powers, vegna synjunar Útlendingastofnunar um að veita henni dvalarleyfi hér á landi, hefur verið hafnað af kærunefnd útlendingamála. Kyana þarf að yfirgefa landið innan þrjátíu daga nema Vinnumálastofnun grípi inn í. 3. maí 2022 21:39