Uppbygging innviða Sandra Sigurðardóttir skrifar 2. maí 2022 13:00 Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Hvað eru 16 ár langur tími? Íbúar Hveragerðis eru 3020 talsins og á kjörskrá eru 2284 manns. Við íbúar fáum þess kost þann 14. maí nk. að kjósa okkur fulltrúa sem við treystum best fyrir því að taka stórar ákvarðanir sem snúa að okkur öllum. Þessum fulltrúum þarf að vera hægt að treysta fyrir fjármunum okkar, að þeim sé varið og forgangsraðað rétt. Í dag sitja í bæjarstjórn fjórir fulltrúar Sjálfstæðisflokks, tveir fulltrúar Okkar Hveragerðis og einn fulltrúi Frjálsra með Framsókn. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta og hefur verið það síðastliðin 16 ár. Svo við áttum okkur aðeins á hversu langur tími þetta er þá hafa lönd orðið til og hætt að vera til á þessu tímabili, Facebook og YouTube urðu til, Saddam Hussein var dæmdur til dauða og fjórir Bandaríkjaforsetar hafa setið í Hvíta Húsinu, svo eitthvað sé nefnt sem hefur gerst á þeim tíma sem Aldís Hafsteinsdóttir hefur verið bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Uppbygging innviða í takt við íbúafjölgun Í Hveragerði hefur mikil íbúafjölgun átt sér stað undanfarin ár. Bærinn hefur stækkað mikið á stuttum tíma og mikill uppgangur orðið. Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulag og með þær upplýsingar að leiðarljósi er hægt að gera langtímaáætlanir til að vera í stakk búin að þjónusta alla íbúa bæjarins, sé áhugi fyrir því. Það hefur því miður loðað við að þær framkvæmdir sem ráðist hefur verið í á þessu tímabili hafa ekki verið fullkláraðar og sömuleiðis hefur eðlilegu viðhaldi bygginga ekki verið sinnt nægilega vel. Skammtímahugsun hefur því miður of oft ráðið för, en slík vinnubrögð reynast að sjálfsögðu dýrkeypt þegar til lengri tíma er litið. Í því sambandi má t.d. nefna að viðbygging sem ráðist var í við Grunnskólann snemma á þessari öld hefur enn ekki verið kláruð og liggur hreinlega undir skemmdum vegna sinnuleysis. Haustið 2021 var ný álma við grunnskólann tekin í notkun. Hún dugar skammt því fjölgun nemenda við skólann er það mikil að útlit er fyrir að strax á næsta skólaári muni vanta kennslurými. Leikskólar bæjarins eru einnig sprungnir og því hefur engan veginn náðst að efna það loforð að börn komist inn við 12 mánaða aldur. Vegna skorts á framsýni bæjaryfirvalda þurfti að svara aðkallandi þörf með kostnaðarsamri bráðabirgðalausn til að hýsa elstu börn leikskólans í vetur, sem voru á flakki milli bygginga framan af vetri. Fimm ára börn á vergangi er okkur ekki til sóma. Við þurfum að huga betur að innviðum og móta skýra framtíðarsýn, hættum að horfa einungis til næsta kjörtímabils. Hugsum til framtíðar Okkar Hveragerði vill hugsa til framtíðar og móta skýra stefnu fyrir íbúa bæjarins. Með því að horfa til framtíðar náum við að byggja innviðina upp, fjármagnið nýtist betur og þjónustan við íbúa verður betri. Skuldir á hvern íbúa Hveragerðisbæjar 2006 – 2020 á verðlagi hvers árs. Heimild: Samband íslenskra sveitarfélaga. Þrátt fyrir að uppbygging innviða og viðhald fasteigna hafi ekki verið ásættanlegt síðustu ár hefur skuldastaða á hvern íbúa samt sem áður hækkað mikið. Skuldastaða á þessu tímabili hefur hækkað úr 572.263 í 1.573.043 miðað við verðlag hvers árs. Yfirfært á verðlag ársins 2022 er það hækkun á skuldum á hvern íbúa um 49,6%. Því er eðlilegt að spyrja hvert skattfé okkar íbúanna fer, við vitum að bæjarstjórinn er á ofurlaunum en það skýrir ekki allt. Til að tryggja vandaða meðferð fjármuna er nauðsynlegt að opna bókhald bæjarins líkt og víða er gert, hætta feluleik á bókhaldslyklum og viðhafa vandaða, gagnsæja stjórnsýslu. Það munum við í Okkar Hveragerði gera. Höfundur er viðurkenndur stjórnarmaður með MBA gráðu og íþrótta- og heilsufræðingur skipar 1. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar