Hin Engeyska hagspeki er tóm tjara Gunnar Smári Egilsson skrifar 2. maí 2022 07:15 Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns. Getur þetta verið? Getur Bjarni búið til peninga úr engu, skapað verðmæti sem áður voru ekki til? Ríkissjóður hefur haft miklar tekjur af Íslandsbanka Ríkissjóður eignaðist 95% af hlutafé Íslandsbanka í ársbyrjun 2016 sem gjald fyrir að losa erlenda vogunarsjóði úr gjaldeyrishöftum, svokallaða hrægamma. Í árslok 2015 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 198,3 milljarðar króna. Það eru 246,4 milljarðar króna á núvirði. Í árslok 2021 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 203,7 milljarðar. Eigið féð hefur því skroppið saman um 42,7 milljarða króna á núvirði. Það er þó ekki hægt að segja að ríkissjóður hafi tapað þessu fé því á þessum árum. Frá ársbyrjun 2016, hefur Íslandsbanki greitt 87,3 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð í arð og auk þess 17,6 milljarð króna í sérstakan bankaskatt, sem nú er að mestu búið að leggja af til að auka söluhæfi hlutabréfa í Íslandsbanka og Landsbanka. Samanlagt framlag Íslandsbanka í ríkissjóðs var því 104,9 milljarðar króna á núvirði, um 17,5 milljarður á ári að meðaltali. Arður frá Íslandsbanka var á núvirði að meðaltali árlega um 14,5 milljarðar þessi ár. Áður en bankaskatturinn var skertur borgaði Íslandsbanki árlega um 3,7 milljarða króna á núvirði í sérstakan bankaskatt. Ef engin áform væru uppi um að selja hluti ríkissjóðs hefði mátt að ósekju halda hinum sérstaka bankaskatti óskertum. Arður og bankaskattur væri þá líklega um 18,2 milljarðar króna á ári, miðað við meðaltal undanfarinna ára. Mikil verðmæti seld fyrir á undirverði Bjarni & bankasýslan hefur selt 57,5% af hlut ríkissjóðs á um 111,5 milljarða króna í tveimur útboðum og greitt fyrir það um 2,5 milljarða króna í þóknun til verðbréfamiðlara sem sáu um söluna. Nettósöluverð er því um 109,0 milljarðar króna. Markaðsvirði þessa hlutar er í dag 143,3 milljaðrar króna. Það er 34,3 milljörðum króna minna en Bjarni fékk fyrir hlutinn. Þetta er markaðsvirði hlutafjár sem ekki var áður skráð á markað. Einhver, þar með talinn Bjarni, gæti haldið að þar með hefði þessi eign orðið til úr engu. En markaðsvirði ræðst af því hvað hluthafar geta vænst þess að fá í arð á næstu árum. Það má því vel bera þetta saman við það sem ríkissjóður hefur fengið fyrir eign sína í Íslandsbanka hingað til. Markaðsvirði er því verðmiði á eign sem var til áður en verðmiðinn var festur á hana. Verðmiðinn býr ekki til eignina. Það er því kjánalegt að ætla að afneita því að eign ríkissjóðs var seld með miklum afslætti. Það er öllum augljóst. Eins og áður sagði var meðaltals hagur ríkissjóðs af Íslandsbanka 18,2 milljarðar króna á ári áður en ríkisstjórnin skerti bankaskattinn til að auðvelda sölu á hlut sínum. 57,5% af þessu er 10,5 milljarðar króna. Þennan árlega ávinning seldi Bjarni & bankasýslan á 109,0 milljarða króna, fékk rúmlega tíu ára ávinning fyrir hlutinn. Er það góður díll? Nja, varla. Ef við deilum markaðsvirði félaga í kauphöllinni með arði liðinna ára er verðið yfirleitt þrjátíu til fjörutíu ára arðgreiðslur til hluthafa. Aukaarður eykur enn afsláttinn Hér er rétt að geta þess að það er stefna Íslandsbanka að færa eiginfjárhlutfall bankans niður í 16,5%. Um síðustu áramót var það 25,3%. Það er því stefna bankans að greiða hluthöfum sínum út um 71 milljarð króna á næstu árum umfram venjubundinn arð af hagnaði, en arðgreiðslur bankans hafa verið um 50% af hagnaði flest nýliðin ár. Fyrir söluna hefði ríkissjóður fengið alla þessa peninga en eftir söluna fær ríkissjóður 30,2 milljarða króna en hluthafarnir sem keyptu 57,5% af bankanum fá 40,8 milljarða króna í sinn hlut. Segja má að hluthafarnir hafi keypt hlut sem er í dag 143,3 milljarða króna virði á 111,5 milljarða króna en eigi síðan von á 40,8 milljarða króna auka arði á næstu misserum. Fyrst fengu þeir 22,2% afslátt frá markaðsvirði og svo aukaafslátt upp á 28,5%. Samtals er þetta rétt rúmlega helmings afsláttur. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp, því væntingar um auka-arðinn hækka líklega markaðsvirðið. Þó er erfitt að spá í slíkt varðandi verðlagningu á hlutabréfum í kauphöllinni á Íslandi. Hún er glórulaus, oftar en ekki. Ríkið hefði fengið það sama á næstu fimm árum En eftir sem áður er dæmið svona: Ríkissjóður fékk að meðaltali 18,2 milljarða króna árlega frá Íslandsbanka í gegnum arð og sérstakan bankaskatt. Ef við áætlum að það haldist næstu fimm árin gera það 91 milljarður. Við það bætist 71 milljarður króna sem Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Áður en salan fór fram horfði ríkissjóður því upp á að fá um 162 milljarða króna frá Íslandsbanka á næstu fimm árum. Þá ákvað Bjarni & bankasýslan að afnema bankaskattinn og við það tapaði ríkissjóður um 18,5 milljörðum. Síðan seldi Bjarni & bankasýslan 57,5% af Íslandsbanka og þá missti ríkissjóður 93,2 milljarða króna af arðgreiðslum næstu fimm ára. Ríkissjóður missti því af samtals 111,7 milljörðum króna á næstu fimm árum og fékk fyrir það 109 milljarða króna. Það er 2,7 milljörðum króna minna en ríkið hefði fengið ef Bjarni & bankasýslan hefði sleppt því að selja hluti almennings í Íslandsbanka. Eru þetta góð viðskipti? Innherji, viðskiptamiðill últrahægrimanna, valdi söluna í fyrra sem viðskipti ársins. Stenst það skoðun? Auðvitað ekki. Þetta eru fráleit viðskipti, líklega þau verstu síðan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn seldi síðast banka í eigu almennings. Það er eðli allrar einkavæðingar að almenningur tapar og auðvaldið græðir. Annars myndi auðvaldið ekki kaupa. Auðvaldið hefur bara áhuga á að kaupa arðsamar eignir almennings fyrir lágt verð. Stjórnmálafólk sem þjónar auðvaldinu vinnur við þetta; að færa arðsamar eignir almennings til auðvaldsins á spotprís. Það var það sem vakti fyrir Bjarna & bankasýslunni. Og auðvitað Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni líka. Rök fyrir einkavæðingu halda ekki Því er haldið fram að ríkið geti ekki rekið arðsaman banka. Rekstur Íslandsbanka frá 2016 afsannar þessa kenningu. Ef eitthvað er; þá hefur arðsemi Íslandsbanka verið of mikil. Því er haldið fram að ríkissjóður þurfi að losa fé til að geta fjárfest í innviðum. Ríkinu mun hins vegar aldrei skorta fé í íslenskum krónum og getur fjárfest í innviðum án þess þess að selja eigur sínar. Því er haldið fram að það sé áhættusamt fyrir ríkið að eiga banka. Sagan sýnir hins vegar að það er miklu áhættusamara fyrir ríkissjóð þegar bankarnir eru í einkaeigu. Það á ekki bara við um síðasta bankahrun heldur líka hrun Íslandsbanka fyrir öld eða svo. Og með því að lækka eigið fé Íslandsbanka með arðgreiðslum á næstu árum verður hættan enn meiri, að bankinn falli enn á ný yfir almenning. Því er haldið fram að yfirráðum ríkisins fylgi spilling. Þegar litið er yfir liðið sem Bjarni & bankasýslan seldi hlut almennings sjá allir landsmenn að þar er samankomið slíkt spillingarstóð að ríkisvaldið mun aldrei geta slegið því við. Fyrir nú utan að mesta spilling í tengslum við bankastarfsemi á Íslandi hefur tengst einkavæðingu ríkisbanka, ekki rekstri ríkisbanka. Gerspillt stjórnmálastétt svíkur almenning Bankasölumálið er djúpstætt hneyksli. Það snýst ekki bara um spillingu verðbréfamiðlara sem seldu sjálfum sér og vinum sínum hlutabréf í bankanum. Það snýst ekki aðeins og spillingu bankasýslunnar sem lét verðbréfamiðlara múta sér með víni, flugeldum og málsverðum til að aðlaga útboðið að þörfum braskarana. Það snýst heldur ekki bara um gerspilltan fjármálaráðherra sem sinnti ekki skyldum sínum og var staðinn að því að selja pabba sínum almannaeigur með afslætti. Salan á Íslandsbanka afhjúpar linnulaust rán auðstéttarinnar á auðlindum og eignum almennings sem framið er alla daga, allan ársins hring, með aðstoð gerspilltrar stjórnmálastéttar sem bregst trausti almennings og velur ætíð hagsmuni fámenns hóps auðfólks fram yfir hagsmuni almennings. Þessu verður að linna. Samkvæmt könnunum vill 87% landsmanna að þetta hætti. Aðeins 7% lætur sig þetta linda. Við fólkið í landinu verðum að stöðva ránið. Ég minni á mótmæli gegn bankasölunni á laugardaginn á Austurvelli og Ráðhústorginu, sjá viðburð á Facebook. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson hefur haldið því fram að hann hafi búið til peninga fyrir almenning með því að selja eigur almennings með afslætti, meðal annars til pabba síns. Getur þetta verið? Getur Bjarni búið til peninga úr engu, skapað verðmæti sem áður voru ekki til? Ríkissjóður hefur haft miklar tekjur af Íslandsbanka Ríkissjóður eignaðist 95% af hlutafé Íslandsbanka í ársbyrjun 2016 sem gjald fyrir að losa erlenda vogunarsjóði úr gjaldeyrishöftum, svokallaða hrægamma. Í árslok 2015 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 198,3 milljarðar króna. Það eru 246,4 milljarðar króna á núvirði. Í árslok 2021 var eigið fé hluthafa Íslandsbanka 203,7 milljarðar. Eigið féð hefur því skroppið saman um 42,7 milljarða króna á núvirði. Það er þó ekki hægt að segja að ríkissjóður hafi tapað þessu fé því á þessum árum. Frá ársbyrjun 2016, hefur Íslandsbanki greitt 87,3 milljarða króna á núvirði í ríkissjóð í arð og auk þess 17,6 milljarð króna í sérstakan bankaskatt, sem nú er að mestu búið að leggja af til að auka söluhæfi hlutabréfa í Íslandsbanka og Landsbanka. Samanlagt framlag Íslandsbanka í ríkissjóðs var því 104,9 milljarðar króna á núvirði, um 17,5 milljarður á ári að meðaltali. Arður frá Íslandsbanka var á núvirði að meðaltali árlega um 14,5 milljarðar þessi ár. Áður en bankaskatturinn var skertur borgaði Íslandsbanki árlega um 3,7 milljarða króna á núvirði í sérstakan bankaskatt. Ef engin áform væru uppi um að selja hluti ríkissjóðs hefði mátt að ósekju halda hinum sérstaka bankaskatti óskertum. Arður og bankaskattur væri þá líklega um 18,2 milljarðar króna á ári, miðað við meðaltal undanfarinna ára. Mikil verðmæti seld fyrir á undirverði Bjarni & bankasýslan hefur selt 57,5% af hlut ríkissjóðs á um 111,5 milljarða króna í tveimur útboðum og greitt fyrir það um 2,5 milljarða króna í þóknun til verðbréfamiðlara sem sáu um söluna. Nettósöluverð er því um 109,0 milljarðar króna. Markaðsvirði þessa hlutar er í dag 143,3 milljaðrar króna. Það er 34,3 milljörðum króna minna en Bjarni fékk fyrir hlutinn. Þetta er markaðsvirði hlutafjár sem ekki var áður skráð á markað. Einhver, þar með talinn Bjarni, gæti haldið að þar með hefði þessi eign orðið til úr engu. En markaðsvirði ræðst af því hvað hluthafar geta vænst þess að fá í arð á næstu árum. Það má því vel bera þetta saman við það sem ríkissjóður hefur fengið fyrir eign sína í Íslandsbanka hingað til. Markaðsvirði er því verðmiði á eign sem var til áður en verðmiðinn var festur á hana. Verðmiðinn býr ekki til eignina. Það er því kjánalegt að ætla að afneita því að eign ríkissjóðs var seld með miklum afslætti. Það er öllum augljóst. Eins og áður sagði var meðaltals hagur ríkissjóðs af Íslandsbanka 18,2 milljarðar króna á ári áður en ríkisstjórnin skerti bankaskattinn til að auðvelda sölu á hlut sínum. 57,5% af þessu er 10,5 milljarðar króna. Þennan árlega ávinning seldi Bjarni & bankasýslan á 109,0 milljarða króna, fékk rúmlega tíu ára ávinning fyrir hlutinn. Er það góður díll? Nja, varla. Ef við deilum markaðsvirði félaga í kauphöllinni með arði liðinna ára er verðið yfirleitt þrjátíu til fjörutíu ára arðgreiðslur til hluthafa. Aukaarður eykur enn afsláttinn Hér er rétt að geta þess að það er stefna Íslandsbanka að færa eiginfjárhlutfall bankans niður í 16,5%. Um síðustu áramót var það 25,3%. Það er því stefna bankans að greiða hluthöfum sínum út um 71 milljarð króna á næstu árum umfram venjubundinn arð af hagnaði, en arðgreiðslur bankans hafa verið um 50% af hagnaði flest nýliðin ár. Fyrir söluna hefði ríkissjóður fengið alla þessa peninga en eftir söluna fær ríkissjóður 30,2 milljarða króna en hluthafarnir sem keyptu 57,5% af bankanum fá 40,8 milljarða króna í sinn hlut. Segja má að hluthafarnir hafi keypt hlut sem er í dag 143,3 milljarða króna virði á 111,5 milljarða króna en eigi síðan von á 40,8 milljarða króna auka arði á næstu misserum. Fyrst fengu þeir 22,2% afslátt frá markaðsvirði og svo aukaafslátt upp á 28,5%. Samtals er þetta rétt rúmlega helmings afsláttur. Það er kannski ósanngjarnt að stilla þessu svona upp, því væntingar um auka-arðinn hækka líklega markaðsvirðið. Þó er erfitt að spá í slíkt varðandi verðlagningu á hlutabréfum í kauphöllinni á Íslandi. Hún er glórulaus, oftar en ekki. Ríkið hefði fengið það sama á næstu fimm árum En eftir sem áður er dæmið svona: Ríkissjóður fékk að meðaltali 18,2 milljarða króna árlega frá Íslandsbanka í gegnum arð og sérstakan bankaskatt. Ef við áætlum að það haldist næstu fimm árin gera það 91 milljarður. Við það bætist 71 milljarður króna sem Íslandsbanki ætlar að greiða hluthöfum sínum á næstu misserum. Áður en salan fór fram horfði ríkissjóður því upp á að fá um 162 milljarða króna frá Íslandsbanka á næstu fimm árum. Þá ákvað Bjarni & bankasýslan að afnema bankaskattinn og við það tapaði ríkissjóður um 18,5 milljörðum. Síðan seldi Bjarni & bankasýslan 57,5% af Íslandsbanka og þá missti ríkissjóður 93,2 milljarða króna af arðgreiðslum næstu fimm ára. Ríkissjóður missti því af samtals 111,7 milljörðum króna á næstu fimm árum og fékk fyrir það 109 milljarða króna. Það er 2,7 milljörðum króna minna en ríkið hefði fengið ef Bjarni & bankasýslan hefði sleppt því að selja hluti almennings í Íslandsbanka. Eru þetta góð viðskipti? Innherji, viðskiptamiðill últrahægrimanna, valdi söluna í fyrra sem viðskipti ársins. Stenst það skoðun? Auðvitað ekki. Þetta eru fráleit viðskipti, líklega þau verstu síðan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn seldi síðast banka í eigu almennings. Það er eðli allrar einkavæðingar að almenningur tapar og auðvaldið græðir. Annars myndi auðvaldið ekki kaupa. Auðvaldið hefur bara áhuga á að kaupa arðsamar eignir almennings fyrir lágt verð. Stjórnmálafólk sem þjónar auðvaldinu vinnur við þetta; að færa arðsamar eignir almennings til auðvaldsins á spotprís. Það var það sem vakti fyrir Bjarna & bankasýslunni. Og auðvitað Katrínu Jakobsdóttur og Sigurði Inga Jóhannssyni líka. Rök fyrir einkavæðingu halda ekki Því er haldið fram að ríkið geti ekki rekið arðsaman banka. Rekstur Íslandsbanka frá 2016 afsannar þessa kenningu. Ef eitthvað er; þá hefur arðsemi Íslandsbanka verið of mikil. Því er haldið fram að ríkissjóður þurfi að losa fé til að geta fjárfest í innviðum. Ríkinu mun hins vegar aldrei skorta fé í íslenskum krónum og getur fjárfest í innviðum án þess þess að selja eigur sínar. Því er haldið fram að það sé áhættusamt fyrir ríkið að eiga banka. Sagan sýnir hins vegar að það er miklu áhættusamara fyrir ríkissjóð þegar bankarnir eru í einkaeigu. Það á ekki bara við um síðasta bankahrun heldur líka hrun Íslandsbanka fyrir öld eða svo. Og með því að lækka eigið fé Íslandsbanka með arðgreiðslum á næstu árum verður hættan enn meiri, að bankinn falli enn á ný yfir almenning. Því er haldið fram að yfirráðum ríkisins fylgi spilling. Þegar litið er yfir liðið sem Bjarni & bankasýslan seldi hlut almennings sjá allir landsmenn að þar er samankomið slíkt spillingarstóð að ríkisvaldið mun aldrei geta slegið því við. Fyrir nú utan að mesta spilling í tengslum við bankastarfsemi á Íslandi hefur tengst einkavæðingu ríkisbanka, ekki rekstri ríkisbanka. Gerspillt stjórnmálastétt svíkur almenning Bankasölumálið er djúpstætt hneyksli. Það snýst ekki bara um spillingu verðbréfamiðlara sem seldu sjálfum sér og vinum sínum hlutabréf í bankanum. Það snýst ekki aðeins og spillingu bankasýslunnar sem lét verðbréfamiðlara múta sér með víni, flugeldum og málsverðum til að aðlaga útboðið að þörfum braskarana. Það snýst heldur ekki bara um gerspilltan fjármálaráðherra sem sinnti ekki skyldum sínum og var staðinn að því að selja pabba sínum almannaeigur með afslætti. Salan á Íslandsbanka afhjúpar linnulaust rán auðstéttarinnar á auðlindum og eignum almennings sem framið er alla daga, allan ársins hring, með aðstoð gerspilltrar stjórnmálastéttar sem bregst trausti almennings og velur ætíð hagsmuni fámenns hóps auðfólks fram yfir hagsmuni almennings. Þessu verður að linna. Samkvæmt könnunum vill 87% landsmanna að þetta hætti. Aðeins 7% lætur sig þetta linda. Við fólkið í landinu verðum að stöðva ránið. Ég minni á mótmæli gegn bankasölunni á laugardaginn á Austurvelli og Ráðhústorginu, sjá viðburð á Facebook. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun