„Þetta er bara líflátshótun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. apríl 2022 20:00 Vísir Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Kristjana Þórarinsdóttir sá hausinn fyrst í morgun eftir að hafa komið dóttur sinni í skólann. Hún hafði þá fengið ábendingu frá vinnumanni í nágrenninu um að það væri hestahaus á staur á túninu hjá þeim. Þegar hún kom að höfðinu sá hún að það væri umvafið svörtu klæði og að miði væri í munni hrossins en þá hringdi hún á lögregluna. „Þau komu og tóku miðann úr og sögðu mér hvað stóð á honum. Ég man reyndar ekkert hvað stóð á honum, þetta var samt á íslensku og var einhvers konar ljóð eða bölvun eða eitthvað. Mér fannst þetta bara vera samhengislaust og skildi ekkert hvað þetta þýddi,“ segir Kristjana. Lögregla er nú með málið til rannsóknar og fjarlægði Matvælastofnun hausinn en ekki liggur fyrir hvaðan hann kom. Kristjana segist hafa fengið ábendingu að um ungt hross hafi verið að ræða og því ætti að vera hægt að komast að því hvaðan hann kom. „Fólk hlýtur að komast að því bara hvaðan þetta hross er, ég get ekki ímyndað mér að það sé auðvelt að finna haus af hesti,“ segir hún. Hafa átt í deilum við nágranna sína Í ljósi skilaboðanna og því hvernig hausnum var stillt upp telur hún líklegast að nágrannar þeirra, fólk frá Sólsetrinu, hafi átt þátt í málinu. Þó nokkrir einstaklingar búa við hliðina á fjölskyldu Kristjönu að Skrauthólum í ósamþykktu húsnæði, þar á meðal gömlum strætisvögnum. Kristjana líkir þeim við sértrúnaðarsöfnuð þar sem þau eru með ýmis konar athafnir og hátíðir. „Við erum búin að reyna að tilkynna þetta og fá þetta stöðvað. Þetta er náttúrulega rosalegt ónæði og það á ekki að líðast að fólk geti bara flutt upp í sveit og gert hvað sem það vill,“ segir Kristjana. Undanfarið hefur verið fjallað um deilur milli fjölskyldunnar og fólksins frá Sólsetrinu í fjölmiðlum og kemur þetta atvik í kjölfar þeirrar umfjöllunar. „Þetta er bara búið að vera langt og erfitt ferli. Ég er í algjöru sjokki og flúði að heiman og treysti mér ekki til að vera heima hjá mér,“ segir Kristjana. Mun ekki snúa aftur heim strax Kristjana telur ljóst að einhver sem þekkir til þeirra hafi skipulagt verknaðinn þar sem eiginmaður Kristjönu er formaður Landssambands hestamanna. „Ég hugsaði bara strax að þetta væri hótun, þetta er bara líflátshótun, þegar þú ferð aftur bara á tíma víkinganna þá er þetta notað, það er bara þannig og það er ekkert hægt að líta neitt fram hjá því,“ segir hún. Kristjana efast um að forsvarsmaður Sólsetursins hafi verið að baki en bendir á að það séu margir aðrir í hópnum sem þau þekkja ekkert til og gætu hafa gert þetta. Engin leið sé þó fyrir hana að fullyrða hverjir voru að verki. „Ég gæti ekki svarað því hvaðan þetta kemur, ég bara veit það ekki. Ég veit bara að þetta er hótun, þetta er ógeðslega óþægilegt og ógeðslegt, og ég þori ekki að vera heima hjá mér. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort hún sjái sér fært að snúa aftur heim strax segir hún svo ekki vera. „Ég fer ekki heim fyrr en eftir helgi, það er alveg á hreinu.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42