Bandaríkjaþing uppfærir lög frá seinni heimsstyrjöld til stuðnings Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2022 19:21 Bandaríkjaþing hefur endurvakið lög sem sett voru til að styðja Breta í seinni heimstyrjöld til að forseti Bandaríkjanna geti nánast milliliðalaust útvegað Úkraínu vopn með litlum fyrirvara. Úkraínuforseti segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í gær sýna fyrirlitningu þeirra á Sameinuðu þjóðunum. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skoðaði vegsummerki eftir hernað Rússa í nágrenni Kænugarðs í gær og fundaði síðan með Zelenskyy Úkraínuforseta og helstu ráðamönnum öðrum í forsetahöllinni. Hann ítrekaði að innrás Rússa væri skýlaust brot á stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna eins og hann hefði sagt Putin Rússlandsforseta í Moskvu fyrr í vikunni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Rússa hafa valdið úkraínsku þjóðinni óbærilegum sársauka með ólöglegri innrás sinni í frjálsa Úkraínu.AP/forsetaembætti Úkraínu „Úkraína er miðdepill óbærilegrar sorgar og sársauka. Ég upplifði það mjög skýrt í dag í kringum Kíev,“ sagði í Kænugarði í gærkvöldi. Mikilvægt væri að Alþjóðaglæpadómstóllinn og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna drægi þá sem sekir væru um mannréttindabrot og aðra stríðsglæpi til ábyrgðar. „Ég vil að úkraínska þjóðin viti að heimurinn sér ykkur, heyrir í ykkur og ber lotningu fyrir þrautseigju ykkar og staðfestu,“ sagði Guterres. Ung fréttakona hjá Free Europe lést þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á Kænugarð í gærkvöldi og tugir fólks særðust.AP/Emilio Morenatti Skömmu eftir sameiginlegan fréttamannafund Guterres og Zelenskyys gerðu Rússar eldflaugaárás á íbúðahverfi í Kænugarði. Ung fréttakona á vegum Free Europe sem Bandaríkjamenn fjármagna lést og tugir manna særðust. Volodymyr Zelenskyy segir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð á sama tíma og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var í borginni sýna fyrirlitningu Putins á alþjóðastofnunum.AP/Efrem Lukatsky „Þetta segir mikið um raunverulegt viðhorf Rússa til alþjóðastofnana, um tilraunir rússneskra yfirvalda til að auðmýkja Sameinuðu þjóðirnar og allt það sem stofnunin stendur fyrir. Þess vegna krefst þetta viðeigandi öflugra viðbragða,“ sagði Zelenskyy í dag. Bandaríkjaþing uppfærði í gær lána- og leigulögin (Lend and Lease) sem sett voru að frumkvæði Franklin D. Roosevelt forseta Bandaríkjanna árið 1941 til að aðstoða Breta í stríðinu gegn Þýskalandi nasismans. Það gefur Joe Biden núverandi forseta ríkar heimildir til að koma vopnum til Úkraínumanna fljótt og örugglega án þess að slíkar ákvarðanir þurfi að fara í gegnum flókna stjórnsýslu og skrifræði. Nancy Pelosi segir úkraínsku þjóðina vera brjóstvörn lýðræðisins gegn alræði Putins. VLýðræðisríkjum beri skylda til að aðstoða Úkraínu.AP/Jacquelyn Martin Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins segir tilganginn með lögunum nú hinn sama og árið 1941. „Við skulum hafa það á hreinu að Rússar gerðu innrás með það yfirlýsta markmið að binda enda á frelsi og sjálfstjórn Úkraínu,“ sagði Pelosi við afgreiðslu frumvarpsins sem nú bíður staðfestingar forsetans. Rússar hafi hins vegar mætt ótrúlega öflugri mótspyrnu Úkraínumanna sem fórnuðu lífi sínu fyrir land sitt og lýðræðið í heiminum öllum. „Þetta snýst um frelsi gegn einræði. Alræði gegn lýðræði. Úkraínska þjóðin berst fyrir okkur öll. Við verðum að hjálpa henni,“ sagði Nancy Pelosi.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40 Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23 Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Vaktin: Bandaríkjaher hefur þjálfun á Úkraínumönnum Stjórnvöld í Úkraínu halda áfram að fordæma harðlega tímasetningu árásar Rússa á Kænugarð en tvö flugskeyti hæfðu borgina í gær, á meðan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna var staddur þar í heimsókn. 29. apríl 2022 15:40
Biden segir Vesturlönd standa með Úkraínu allt til enda Bandaríkjaforseti segir af og frá að Úkraínumenn séu að berjast við Rússa fyrir hönd Bandaríkjamanna. Þeir séu að verjast grimmilegri innrás Rússa í sjálfstætt ríki. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir nauðsynlegt að rannsaka stríðsglæpi Rússa en aðalglæpurinn sé stríðið sjálft. 28. apríl 2022 19:23
Leiðtogar Evrópu ætla ekki að láta Putin kúga sig með orkugjöfum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Rússum muni ekki takast að kúga Evrópuþjóðir til hlýðni með því að skrúfa fyrir gasflutninga til þeirra. Sambandið vinni að því að gera ríki þess algerlega óháð jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi fyrir fullt og allt. 27. apríl 2022 19:20
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent