Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. apríl 2022 15:42 Hrosshaus á stöng við afleggjarann upp að Skrauthólum. Myndin var tekin fyrr í dag. Aðsend Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira
DV greindi fyrst frá en miðillinn hefur undanfarið fjallað um deilur íbúa í hverfinu við aðstandendur Sólsetursins, sem lýsa mætti sem viðburðarsetri, og fólk sem venur komur sínar þangað. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 og formaður Landssambands hestamannafélaga, segir níðstöngina augljóslega koma í framhaldi af umfjöllun DV um málið. Guðni segir að eftir að hann lýsti sinni upplifun af starfsemi Sólsetursins sé greinilega brugðist við með hótun. Níðstöng með hrosshöfði sé greinilega beint að honum vegna tengingar hans við hestana. Konan hans sé hrædd og vilji ekki vera heima hjá sér. Ástandið versni „Konan er farin með börnin að heiman,“ segir Guðni. Yfirvöld hafi brugðist í málinu hvað varðar Sólsetrið. Þau séu þar í óleyfi, með veitingaþjónustu, þarna búi fólk án nokkurrar heimildar. Vandræðin vindi upp á sig og ástandið versni bara og versni. „Við vitum ekkert hvaða fólk þetta er,“ segir Guðni. Þau hafi áhyggjur af því að leyfa barni sínu að leika sér utandyra. Erna Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir málið til rannsóknar hjá embættinu. Þau hafi farið upp eftir en meira sé ekki um málið að segja að svo stöddu. Aðspurð hvort þau hafi hestshausinn hjá sér segir Erna að lögregla hafi þau gögn hjá sér sem þurfi til rannsóknar málsins. Upprúllað blað með ljóði eða níðorðum Guðni segir að honum skiljist að starfsmenn Matvælastofnunar hafi komið á svæðið og fjarlægt hausinn. Hann segist hafa áhyggjur af því af hvaða hesti hausinn sé. Ekki sé auðvelt að verða sér úti um hestshaus. Hann hvetur fólk til að líta í kringum sig. Í hausnum var upprúllað blað. „Það var ljóð eða níðorð á blaðinu. Eitthvað óskiljanlegt,“ segir Gunðni. Kristjana Þórarinsdóttir, eiginkona Guðna, segist strax hafa hringt í lögreglu þegar hún varð stangarinnar vör. Lögreglan hafi sagt henni hvað stóð á blaðinu og það hafi hljómað eins og einhvers konar bölvun, á íslensku. Kristjana lýsti vandamáli fjölskyldunnar gagnvart Sólsetrinu í viðtali við DV á dögunum. Linda segist ekki skilja svona illsku „Það er fólk að koma og fara á öllum tímum sólarhrings, oft bankað upp á hjá okkur nágrönnum að nóttu sem degi og það virðast einhverjir tugir búa þarna að staðaldri. Þetta skapar mikið álag á vegi og veldur ýmiskonar hættu enda erum við með börn og dýr. Það hefur þegar verið ekið yfir einn kött hjá okkur,“ sagði Kristjana við DV. Þau Guðni hafa lýkt starfseminni í Sólsetrinu við sértrúarsöfnuð. Linda Mjöll Stefánsdóttir, forsvarsmaður Sólsetursins, segist í samtali við DV ekki skilja þá illsku að gera eitthvað svona. Hún hafi í fyrstu talið að níðstönginni væri beint gegn sér. Vala Matt heimsótti Lindu Mjöll að Esjumelum í fyrra og kynntist lífinu í gömlum strætisvögnum
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Sjá meira