Gagnsæi skapar ekki traust Henry Alexander Henrysson skrifar 29. apríl 2022 12:00 Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Alþingi Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í umræðunni undanfarnar vikur hefur borið mikið á mismunandi útgáfum af þeirri staðhæfinu að gagnsæi efli traust. Hugmyndin á sér nokkra sögu. Þetta hefur til dæmis verið mantra sem forsætisráðherra hefur gripið ítrekað til undanfarin ár í brokkgengum tilraunum hennar til að efla traust á íslenskum stjórnmálum. Upp á síðkastið hefur sú viðleitni fengið nokkra ágjöf. Gagnsæi er raunar, að öllu jöfnu, andstæða við traust, eins og ég held að flestir geri sér grein fyrir þegar þeir leiða hugann að því. Við treystum ekki fólki þegar við krefjumst þess að hafa ítarlegar upplýsingar um athafnir þess og ákvarðanatöku. Slíkt er til dæmis lykilatriði í öllu uppeldi. Það kemur að því að við viljum treysta börnunum okkar og um leið hættum við að grennslast stöðugt fyrir um hvar þau halda sig og hvað þau eru að sýsla. Traust er hugtak sem við notum um mjög sérstök tengsl milli fólks þar sem annar aðilinn sættir sig við þekkingar- og upplýsingaleysi um hagi hins aðilans í ljósi trúverðugleika viðkomandi. Við tölum, með öðrum orðum, um að trúverðugt fólk sé traustsins vert og þess vegna erum við tilbúin að treysta því. Þegar traust er til staðar krefjumst við ekki meiri og betri upplýsinga um þann aðila sem við treystum. Við treystum viðkomandi einmitt vegna þess að hann er annað hvort betur til þess fallinn til að leysa ákveðin verkefni eða þá að við viljum dýpka og auðga samband okkar við hann. Traustið felst í því að við sættum okkur við skort á gagnsæi. Það er tillögulega vel þekkt hvað trúverðugleiki í tilteknu hlutverki krefst. Þá skiptir ekki máli hvort hlutverkið er smiður, sonur, vinur, maki eða fjármálaráðherra. Annars vegar þarf fólk sem gegnir hlutverki að sýna að það taki tillit til meginviðmiða sem hlutverkið krefst og hins vegar að það hafi ekki annarlega hagsmuni í huga við ákvarðanatöku. Bæði þessi atriði koma saman í því að fólk sem nýtur trúverðugleika hefur skilning á því hvers hlutverkið krefst í augum einstaklinga sem bera traust til þeirra. Gagnsæi getur vissulega komið við sögu þegar maður reynir að efla trúverðugleika sinn, en það er aðeins að takmörkuðu leyti og kemur þá fram þegar maður er tilbúinn að svara fyrir eigin ákvarðanir og athafnir. Traustið byggir eftir sem áður fyrst og fremst á því að fólk sýni skilning á eðli þess hlutverks sem það gegnir og hrökkvi ekki í kút þegar því er bent á þær takmarkanir sem hlutverkið kann að leiða af sér. Kjörnir fulltrúar verða til dæmis að búa við það að hlutverki þeirra fylgja ótal skyldur. Það sama á við þegar unglingar fara að njóta aukinna réttinda og trausts. Nú kann það vel að vera að það henti ekki íslensku stjórnmálalífi að byggja það á trausti. Sífellt aukið gagnsæi gæti auðveldlega leyst traust af hólmi. Ef einkalíf, athafnir og ákvarðanataka kjörinna fulltrúa færi fram fyrir galopnum tjöldum gætu kjósendur myndað sér upplýstar skoðanir á þeim og þyrftu ekki að treysta neinum til góðra verka. Hvort slíkt myndi leiða til góðs og heilbrigðs samfélags er svo önnur saga. Höfundur er heimspekingur.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun