Mjög mikil vonbrigði með bankasöluna Snorri Másson skrifar 28. apríl 2022 19:31 Hildur Björnsdóttir ætlar sér að verða borgarstjóri. En þung umræða um frammistöðu ríkisstjórnarflokkanna í landsmálunum er að hennar mati að skyggja á nauðsynlega umræðu um sveitarstjórnarmál í aðdraganda kosninga. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, kveðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með sölu ríkisins á Íslandsbanka. Hún segir að það sé óþolandi fyrir hana sem nýjan oddvita að þurfa að svara fyrir söluna. „Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Það er auðvitað óþolandi fyrir mig að þurfa að svara fyrir og taka skellinn fyrir mál sem ég hafði ekkert með að gera. Ég er auðvitað nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ég er yngsta konan til að gegna þeirri stöðu og því fylgja auðvitað nýjar áherslur og ný ásýnd. Mig langar til að eiga samtal við fólkið í borginni um það hver við erum og fyrir hvað við stöndum, en við komumst ekki að í umræðunni fyrir þungri umræðu um landsmálin,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu, en hún var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Augljóslega var eitthvað að hérna í framkvæmdinni. Það skiptir auðvitað miklu máli í málum af þessum toga að um þau ríki traust. Það hefur ekki tekist að mynda traust um framkvæmd þessa máls. Ég held að þarna þurfi auðvitað að sjálfsögðu að velta við öllum steinum og öll kurl þurfa að koma til grafar. Maður verður bara að reyna að treysta ferlinu fram undan og sjá hvað kemur út úr því. En þetta veldur manni auðvitað allt mjög miklum vonbrigðum,“ segir Hildur. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19,4% fylgi í Reykjavík nú þegar tæpar þrjár vikur eru til sveitarstjórnarkosninga. Flokkurinn náði 30,8% í síðustu kosningum. Þið eruð að mælast með eins og við sjáum, ekki nægilega gott fylgi að ykkar mati. Þið nefnið Bankasöluna sem eitthvað sem kann að vera að hafa áhrif, en ykkar listi. Það er líka talað um klofning innan hans. Það getur ekki verið að það sé ekki líka að hafa áhrif? „Það er enginn klofningur innan okkar lista. Sjálfstæðisflokkurinn samanstendur af mjög fjölbreyttu fólki. Þannig byggjum við okkar tilveru sem breiðfylking. Þarna er fólk á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, saman komum við að borðinu, myndum okkar sýn og málefnastefnu sem við stöndum öll saman um. Það er enginn klofningur hjá okkur, bara full samstaða,“ segir Hildur.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Salan á Íslandsbanka Borgarstjórn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira