Lögregla reynir að sporna við dreifingu á klámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2022 08:31 Tugir Íslendinga eru sagðir framleiða og selja kynferðislegt efni á Onlyfans. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það vera skyldu sína að reyna eftir fremsta megni að sporna við dreifingu á klámi á Onlyfans. Fátt er þó um svör um hvort lögregla hafi í reynd skoðað málið. Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi. Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Í Kompás var rætt við fólk sem framleiðir kynferðislegt efni á Onlyfans og telur klámbann í lögum úrelt. Ósk Tryggvadóttir er ein þeirra en hún segist að minnsta kosti vita um tugi Íslendinga sem selja aðgang að klámefni á síðunni. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sagði í samtali við fréttastofu þörf á endurskoðun ákvæðisins í hegningarlögum og vísaði meðal annars í aðgerðaleysi lögreglu. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Lögregla hafnaði viðtali um málið og í skriflegum svörum er því ekki svarað hvort dreifing á klámi á Onlyfans hafi verið skoðuð. Þar segir þó að öll framleiðsla og dreifing á klámefni sé refsiverð á Íslandi. „Afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju,“ segir í svörum lögreglu. Ekki er sagt útilokað að starfsemin verði skoðuð að frumkvæði lögreglu. „Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.“ Hér að neðan eru svör lögreglu í heild sinni: Hefur lögregla skoðað dreifingu á klámi á Onlyfans? Lögregla: Öll framleiðsla og dreifing á klámefni er refsiverð á Íslandi og afstaða lögreglunnar til dreifingar á slíku efni er sú að það er skylda okkar að reyna eftir fremsta megni að sporna við slíkri iðju. Ef ekki – hvers vegna? Lögregla: Ekkert svar. Telur lögregla að framleiðsla eða dreifing á klámi á miðlinum brjóti í bága við hegningarlög? Lögregla: Þetta er í raun sama svar og hér að ofan, öll dreifing á klámefni er ólögleg á Íslandi. Mál sem þessi geta þó reynst flókin í rannsókn þar sem að sölusíður eru oftast hýstar erlendis þar sem slíkt efni er ekki ólöglegt. Hvað gæti lögregla aðhafst? Lögreglan skoðar hvert mál sem kemur inn á borð til hennar með tilliti til hvað hægt er að gera til að sporna við dreifingu slíks efnis. Lögregla beitir þeim úrræðum sem henni eru tiltæk skv. lögum og reglum við rannsókn mála og taka úrræðin mið af hverju máli fyrir sig. Er líklegt að ráðist verði í sérstaka skoðun á starfseminni? Eins og áður segir þá er hvert mál sem kemur inn til lögreglu skoðað og kannað hvað hægt er að gera og ákvarða hvort um ólögmæta starfsemi eða háttsemi er að ræða í hvert sinn. Ekki er hægt að útiloka að lögregla hafi frumkvæði að því að taka mál til rannsóknar. Einnig er líklegt að skattayfirvöld hafi áhuga á hagnaði sem að hlýst af ætlaðri brotastarfsemi.
Kompás Lögreglan Klám Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira