Velkomin frá Úkraínu Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 28. apríl 2022 14:00 Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili. Í Borgarstjórn höfum við fordæmt innrás Rússa og til að sýna samstöðu í verki höfum við gefið torgi í nágrenni rússneska sendiráðsins nafnið Kænugarður meðundirheitið Kýiv-torg. Ensk þýðing torgsins verður Kyiv Square. Hlutverk ríkisins Úkraínskir ríkisborgarar geta nú fengið dvalarleyfi á íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og geta einnig sótt um atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er veitt til eins árs í senn með heimild til að endurnýja eða framlengja í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Vinnumálastofnun annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir allt flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Auk þess er starfandi sérstakt teymi sem vinnur að atvinnuráðgjöf fyrir flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hlutverk Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga Þrátt fyrir að ábyrgð á móttöku flóttafólks sé alltaf ríkis er mikilvægt að sveitarfélög taki virkan þátt og veiti stuðning fyrstu árin. Fólk býr í sveitarfélögum og þau veita nærþjónustu sem getur skipt sköpum til að vel takist til. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki skorast undan, þvert á móti hefur á liðnum árum skapast einstök þekking og reynsla innan Reykjavíkur á móttöku fólks á flótta. Nýtt Alþjóðateymi Reykjavíkur vinnur samhent að því að taka vel og faglega á móti fólki og kynna það okkar góðu borg. Reykjavík gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem hljóðar upp á að borgin þjónusti 500 manns á hverjum tíma. Unnið er að endurnýjun á þeim samningi og ekki ólíklegt að hann stækki jafnvel ef aðilar ná saman, sem er reyndar mjög brýnt. Einnig er í gildi samningur við Útlendingastofnun um að Reykjavík þjónusti allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd, á hverjum tíma. Nýjasti samningurinn er svo samningur við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku að lágmarki 100 einstaklinga frá Úkraínu og veiting 6 mánaða tímabundna þjónustu, svokallað Skjól. Sveitarfélög leitast við að tengja einstaklinga og nærsamfélag og veita upplýsingar um þá afþreyingu sem stendur til boða. Flóttafólk fær til að mynda fjárhagsaðstoð, strætókort, sundkort og aðstoðað við að komast í virkni, aðstoð við að finna húsnæði ásamt annarri þjónustu sem er í boði. Það er einnig virkt samstarf við Vinnumálastofnun fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn. Samfélagið allt Félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að stuðningi við flóttafólk og samtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn, Solaris og Samhjálp og fleiri veita ómetanlega hjálp og aðstoð. Upp hafa sprottið ný samtök sem veita þjónustu og samveru sem er ómetanlegt þar má nefna samtökin Flóttafólk. Fjölmenningarsetur veitir flóttafólki ráð og hefur safnað saman fólki í bakvarðasveit, atvinnutækifærum og beðið fólk um að skrá þar húsnæði sem er laust til leigu fyrir fólk frá Úkraínu. Öll þurfum við að opna hjarta okkar og faðm, samfélagið er okkar allra og við þurfum að samlagast breytingum rétt eins og þau sem hingað koma þurfa að samlagast okkur. Við þurfum gera þetta saman, samlagast hvort öðru. Börn á flótta Allar rannsóknir sýna að börn sem koma úr stríðshrjáðum aðstæðum eiga við áfallastreitu að stríða þó í mismiklu mæli sé. Það er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og foreldrar finna fyrir öryggi, rútínu og hlýju. Um 200 börn hafa komið til Reykjavíkur frá því innrásin hófst og í dag, fimmtudagin 28. apríl, opnar fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leik- og grunnskóla aldri þar sem félagslegum og námslegum þörfum þeirra verður mætt með áherslu á kennslu á úkraínsku. Sex úkraínskumælandi starfsmenn úr skólum borgarinnar halda utan um starfsemina þar sem þátttaka foreldra verður nauðsynlegur þáttur. Enn er óvíst hversu mörg börn og foreldar munu sækja Skóla- og fjölskyldumiðstöðina og hvort opna þurfi á fleiri stöðum. Samningaviðræður standa yfir á milli sveitarfélaga og mennta- og barnamálaráðuneytisins um menntun þessara barna en skorað hefur verið á barna-og menntamálaráðherra að setja inn stuðning við. Ljóst er að börnin þurfa sérstakan stuðning við að aðlagast nýju umhverfi og vinna úr þeim áföllum sem stríðið hefur í för með sér, sveitarfélög geta veitt hann en þau þurfa til þess fjármagn. Um þetta og fleira má fræðast á opnum fundi Velferðarráðs Reykjavíkur í fyrramálið klukkan 9 í Borgartúni 12 eða á netinu. Þar ætlum við að fara yfir hlutverk borgarinnar þar sem flest flóttafólk á Íslandi kýs að búa. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Velferðarráðs og Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur og Sabine Leskopf er formaður Fjölmenningarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í kjölfar innrásar í Úkraínu hafa yfir fjórar milljónir manna þurft að yfirgefa landið sitt, að stórum hluta konur og börn. Sjálfsagt er að Ísland, rétt eins og önnur evrópuríki, taki þátt í að veita þessu fólki alþjóðlega vernd og heimili. Í Borgarstjórn höfum við fordæmt innrás Rússa og til að sýna samstöðu í verki höfum við gefið torgi í nágrenni rússneska sendiráðsins nafnið Kænugarður meðundirheitið Kýiv-torg. Ensk þýðing torgsins verður Kyiv Square. Hlutverk ríkisins Úkraínskir ríkisborgarar geta nú fengið dvalarleyfi á íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða og geta einnig sótt um atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er veitt til eins árs í senn með heimild til að endurnýja eða framlengja í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk fyrst leyfi. Vinnumálastofnun annast íslenskukennslu og samfélagsfræðslu fyrir allt flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Auk þess er starfandi sérstakt teymi sem vinnur að atvinnuráðgjöf fyrir flóttafólk og einstaklinga með dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hlutverk Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga Þrátt fyrir að ábyrgð á móttöku flóttafólks sé alltaf ríkis er mikilvægt að sveitarfélög taki virkan þátt og veiti stuðning fyrstu árin. Fólk býr í sveitarfélögum og þau veita nærþjónustu sem getur skipt sköpum til að vel takist til. Þar hefur Reykjavíkurborg ekki skorast undan, þvert á móti hefur á liðnum árum skapast einstök þekking og reynsla innan Reykjavíkur á móttöku fólks á flótta. Nýtt Alþjóðateymi Reykjavíkur vinnur samhent að því að taka vel og faglega á móti fólki og kynna það okkar góðu borg. Reykjavík gerði samning við Félagsmálaráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks sem hljóðar upp á að borgin þjónusti 500 manns á hverjum tíma. Unnið er að endurnýjun á þeim samningi og ekki ólíklegt að hann stækki jafnvel ef aðilar ná saman, sem er reyndar mjög brýnt. Einnig er í gildi samningur við Útlendingastofnun um að Reykjavík þjónusti allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd, á hverjum tíma. Nýjasti samningurinn er svo samningur við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um móttöku að lágmarki 100 einstaklinga frá Úkraínu og veiting 6 mánaða tímabundna þjónustu, svokallað Skjól. Sveitarfélög leitast við að tengja einstaklinga og nærsamfélag og veita upplýsingar um þá afþreyingu sem stendur til boða. Flóttafólk fær til að mynda fjárhagsaðstoð, strætókort, sundkort og aðstoðað við að komast í virkni, aðstoð við að finna húsnæði ásamt annarri þjónustu sem er í boði. Það er einnig virkt samstarf við Vinnumálastofnun fyrir þá einstaklinga sem eru tilbúnir að fara út á vinnumarkaðinn. Samfélagið allt Félagasamtök gegna veigamiklu hlutverki þegar kemur að stuðningi við flóttafólk og samtök eins og Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn, Solaris og Samhjálp og fleiri veita ómetanlega hjálp og aðstoð. Upp hafa sprottið ný samtök sem veita þjónustu og samveru sem er ómetanlegt þar má nefna samtökin Flóttafólk. Fjölmenningarsetur veitir flóttafólki ráð og hefur safnað saman fólki í bakvarðasveit, atvinnutækifærum og beðið fólk um að skrá þar húsnæði sem er laust til leigu fyrir fólk frá Úkraínu. Öll þurfum við að opna hjarta okkar og faðm, samfélagið er okkar allra og við þurfum að samlagast breytingum rétt eins og þau sem hingað koma þurfa að samlagast okkur. Við þurfum gera þetta saman, samlagast hvort öðru. Börn á flótta Allar rannsóknir sýna að börn sem koma úr stríðshrjáðum aðstæðum eiga við áfallastreitu að stríða þó í mismiklu mæli sé. Það er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og foreldrar finna fyrir öryggi, rútínu og hlýju. Um 200 börn hafa komið til Reykjavíkur frá því innrásin hófst og í dag, fimmtudagin 28. apríl, opnar fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leik- og grunnskóla aldri þar sem félagslegum og námslegum þörfum þeirra verður mætt með áherslu á kennslu á úkraínsku. Sex úkraínskumælandi starfsmenn úr skólum borgarinnar halda utan um starfsemina þar sem þátttaka foreldra verður nauðsynlegur þáttur. Enn er óvíst hversu mörg börn og foreldar munu sækja Skóla- og fjölskyldumiðstöðina og hvort opna þurfi á fleiri stöðum. Samningaviðræður standa yfir á milli sveitarfélaga og mennta- og barnamálaráðuneytisins um menntun þessara barna en skorað hefur verið á barna-og menntamálaráðherra að setja inn stuðning við. Ljóst er að börnin þurfa sérstakan stuðning við að aðlagast nýju umhverfi og vinna úr þeim áföllum sem stríðið hefur í för með sér, sveitarfélög geta veitt hann en þau þurfa til þess fjármagn. Um þetta og fleira má fræðast á opnum fundi Velferðarráðs Reykjavíkur í fyrramálið klukkan 9 í Borgartúni 12 eða á netinu. Þar ætlum við að fara yfir hlutverk borgarinnar þar sem flest flóttafólk á Íslandi kýs að búa. Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Velferðarráðs og Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur og Sabine Leskopf er formaður Fjölmenningarráðs.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun