Fjölbreytt útirými meginatriði í vinningstillögu um skipulags Torfsnefs á Akureyri Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2022 07:38 Tillaga Arkþings/Nordic. Ljóst má vera að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum nái hugmyndirnar fram að ganga. Akureyri Tillaga Arkþings/Nordic hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar, en niðurstaða dómnefndar var kynnt í húsnæði Hafnarsamlags Norðurlands í gær. Ljóst má vera að miðbær Akureyrar mun taka stakkaskiptum nái hugmyndirnar fram að ganga. Efnt var til samkeppninnar í upphafi árs 2022 en í áliti dómnefndarinnar segir meðal annars að meginatriði tillögunnar felist í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð séu með sjö byggingum sem séu ólíkar að stærð og formi. „Byggingarnar myndi húsaröð og aðdraganda að Hofi og gönguleiðin að Hofi sé endurbætt á áhugaverðan hátt. Sérstaklega sé unnið með tengsl við miðbæinn, annars vegar með porti við gatnamót Kaupvangsstrætis sem leggur áherslu á leiðina niður á bryggju og hins vegar með ákveðinni rýmismyndun og áfangastað við nyrðri tenginguna í framhaldi af nýju göturými vestan Glerárgötu,“ segir í álitinu. Svæðið sem um ræðir. Torfunefsbryggjan skipar sérstakan sess í sögu heimsbókmenntanna en þar stigu þeir Tinni og Kolbeinn kafteinn á land í einni af Tinnabókum Hergé – Dularfullu stjörnunni. Hlutverk hafnarsvæða breyst Á vef Akureyrarbæjar segir að formaður dómnefndar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, skrifar í inngangi að dómnefndarálitinu að á síðustu árum og áratugum hafi skipulagsyfirvöld bæja og borga víða um heim gert sér sífellt betur grein fyrir því gríðarlega aðdráttarafli sem vel skipulögð hafnarsvæði með blandaðri starfsemi hafi fyrir íbúa og ferðafólk. „Því hefur mikil áhersla verið lögð á faglega uppbyggingu þeirra verðmætu svæða sem liggja að hafi, sjó eða stærri fljótum. Hlutverk hafnarsvæða hefur í tímans rás breyst frá því að vera miðstöð ýmis konar iðnaðar sem gjarnan tengist sjósókn eða flutningum á hafi, yfir í að vera blómleg miðstöð mannlífsins í hjarta borga og bæja. Svæðið í kringum hina gömlu Torfunefsbryggju á Akureyri hefur alla burði til að verða slík miðstöð mannlífsins í bænum með beina tengingu við miðbæinn okkar og Menningarhúsið Hof. Því er afar mikilvægt að horft sé með heilstæðum hætti til framtíðar þegar kemur að uppbyggingu á þessu svæði og vandað mjög til verka. Það var í þessum anda sem Hafnasamlag Norðurlands, Akureyrarbær og Arkitektafélag Íslands efndu í byrjun árs til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs. Meginmarkmið verkefnisins var að fá fram tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi í hjarta Akureyrar,“ segir Ásthildur. Auk Ásthildar sátu í dómnefndinni þau Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, Ágúst Hafsteinsson, arkitekt FAÍ, Árni Ólafsson, arkitekt FAÍ, og Guðrún Ragna Yngvadóttir, arkitekt FAÍ. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. 12. janúar 2022 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Efnt var til samkeppninnar í upphafi árs 2022 en í áliti dómnefndarinnar segir meðal annars að meginatriði tillögunnar felist í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð séu með sjö byggingum sem séu ólíkar að stærð og formi. „Byggingarnar myndi húsaröð og aðdraganda að Hofi og gönguleiðin að Hofi sé endurbætt á áhugaverðan hátt. Sérstaklega sé unnið með tengsl við miðbæinn, annars vegar með porti við gatnamót Kaupvangsstrætis sem leggur áherslu á leiðina niður á bryggju og hins vegar með ákveðinni rýmismyndun og áfangastað við nyrðri tenginguna í framhaldi af nýju göturými vestan Glerárgötu,“ segir í álitinu. Svæðið sem um ræðir. Torfunefsbryggjan skipar sérstakan sess í sögu heimsbókmenntanna en þar stigu þeir Tinni og Kolbeinn kafteinn á land í einni af Tinnabókum Hergé – Dularfullu stjörnunni. Hlutverk hafnarsvæða breyst Á vef Akureyrarbæjar segir að formaður dómnefndar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, skrifar í inngangi að dómnefndarálitinu að á síðustu árum og áratugum hafi skipulagsyfirvöld bæja og borga víða um heim gert sér sífellt betur grein fyrir því gríðarlega aðdráttarafli sem vel skipulögð hafnarsvæði með blandaðri starfsemi hafi fyrir íbúa og ferðafólk. „Því hefur mikil áhersla verið lögð á faglega uppbyggingu þeirra verðmætu svæða sem liggja að hafi, sjó eða stærri fljótum. Hlutverk hafnarsvæða hefur í tímans rás breyst frá því að vera miðstöð ýmis konar iðnaðar sem gjarnan tengist sjósókn eða flutningum á hafi, yfir í að vera blómleg miðstöð mannlífsins í hjarta borga og bæja. Svæðið í kringum hina gömlu Torfunefsbryggju á Akureyri hefur alla burði til að verða slík miðstöð mannlífsins í bænum með beina tengingu við miðbæinn okkar og Menningarhúsið Hof. Því er afar mikilvægt að horft sé með heilstæðum hætti til framtíðar þegar kemur að uppbyggingu á þessu svæði og vandað mjög til verka. Það var í þessum anda sem Hafnasamlag Norðurlands, Akureyrarbær og Arkitektafélag Íslands efndu í byrjun árs til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs. Meginmarkmið verkefnisins var að fá fram tillögu að lifandi hafnarhverfi með fjölbreyttri starfsemi í hjarta Akureyrar,“ segir Ásthildur. Auk Ásthildar sátu í dómnefndinni þau Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, Ágúst Hafsteinsson, arkitekt FAÍ, Árni Ólafsson, arkitekt FAÍ, og Guðrún Ragna Yngvadóttir, arkitekt FAÍ.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir „Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00 Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. 12. janúar 2022 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Við skuldum bæjarbúum það að uppbygging geti hafist hérna“ Bæjarfulltrúar á Akureyri skulda íbúum bæjarins það að uppbygging hefjist í miðbæ bæjarins að sögn formanns hópsins sem leiddi vinnu við nýtt miðbæjarskipulag 15. desember 2020 09:00
Efna til samkeppni um uppbyggingu bryggjusvæðisins þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu í land Efnt hefur verið til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs, bryggjusvæðis við miðbæ Akureyrar. Torfunefsbryggjan er örlítið sögusvið heimsbókmentanna, þar sem Tinni og Kolbeinn kafteinn komu þar í land í einni af Tinnabókum Hergé. 12. janúar 2022 09:00