Betri bær fyrir börn og unglinga Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 27. apríl 2022 19:30 Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmiðstöðvar og forvarnarstarf sveitarfélaga hefur á síðastliðnum áratugum lyft grettistaki í forvarnarmálum á Íslandi í samstarfi við skólana, foreldra og annað íþrótta- og æskulýðsstarf. Með markvissu samstarfi og átaki í félags- og forvarnarmálum hafa unglingadrykkja og tóbaksreykingar snarminnkað og þátttaka ungs fólks í jákvæðu tómstundastarfi aukist til muna. Þátttaka í öflugu tómstundastarfi er einn af lykil verndandi þáttum þegar kemur að farsæld barna og ungmenna ásamt því að tómstundastarf skapar öruggan vettvang fyrir börn og ungmenni til að takast á við krefjandi verkefni á eigin forsendum, fræðast, vaxa og þroskast. Á Seltjarnarnesi er rekin öflug félagsmiðstöð og ungmennahús sem lenti í niðurskurðarhníf meirihluta Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi árið 2020 en þá var 40% af starfsgildum félagsmiðstöðvarinnar skorin út og staða æskulýðsfulltrúa lögð niður. Þessum niðurskurði mótmæltu íbúar og bæjarfulltrúar harðlega og bent var á þá hættu að niðurskurðurinn myndi bitna á farsæld barna og ungmenna á Seltjarnarnesi. Nú tveimur árum seinna hefur foreldrafélag grunnskóla Seltjarnarness, starfsfólk unglingadeildar grunnskólans og starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar sent inn áskorun til bæjarstjórnar um að endurráða eigi í þau stöðugildi sem skorin voru niður. Í áskorun foreldrafélagsins kemur fram að niðurskurðurinn hafi bitnað á faglegri forystu og stefnu í forvarnarmálum á Seltjarnarnesi og dregið hafi verið úr opnun félagsmiðstöðvarinnar ásamt getu starfsfólks til að sinna forvarnarmálum með sama hætti og áður. Einnig segir í áskoruninni að vísbendingar séu uppi um að vímuefnanotkun sé búin að aukast hjá unglingum á Nesinu. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi Þessu ákalli hefur nýr meirihluti bæjarfulltrúa svarað með tillögu sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi miðvikudaginn 27. apríl um að endurráða æskulýðsfulltrúa á Seltjarnarnesi og efla þannig aftur faglegt tómstundastarf á Nesinu. Þennan nýja meirihluta skipa bæjarfulltrúar Samfylkingar, Neslista/Viðreisnar og Bjarni Torfi Álfþórsson sem sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum fyrr í vetur og er nú í framboði á lista Samfylkingar og óháðra. Þessi sami meirihluti hækkaði útsvarsprósentu bæjarbúa lítillega síðastliðið haust, þ.e. úr 13,7% í 14,09%. Sú hækkun var gerð til að stoppa hallarekstur bæjarsjóðs sem er um 1400 milljónir á síðastliðnum 4 árum og skapa svigrúm til þess að sækja fram í þjónustu við íbúa. Nýr meirihluti bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi hefur þannig með tveimur ákvörðunum náð jafnvægi á rekstur bæjarins, skapað svigrúm til þess að mæta þjónustukröfum íbúa og nýtt það svigrúm til að svara ákalli foreldra og fagfólks. Við erum stolt af þessum ákvörðunum og óskum eftir umboði íbúa til að starfa áfram svona eftir kosningar, með íbúum og fyrir íbúa við að skapa betri bæ fyrir börn og unglinga. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar og óháðra á Seltjarnarnesi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun