Rússar vilja semja við Bandaríkjamenn um framtíð Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2022 19:20 Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ræddi stríðið í Úkraínu við Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Moskvu í dag. AP/Maxim Shipenkov Rússnesk stjórnvöld telja sig ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Því sé til lítils að ræða frið við Úkraínumenn og krefjast Rússar þess vegna viðræðna við Bandaríkjamenn. Aðal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna reyndi að miðla málum í Moskvu í dag á þriggja daga ferð sinni til Rússlands og Úkraínu. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til fundar við Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Valdimir Putin Rússlandsforseta í Moskvu í dag til að reyna að bera klæði á vopnin og mun funda með ráðmönnum í Kænugarði síðar í vikunni. Hann segir stríðsaðila túlka stöðuna með mismundandi hætti. Ljóst er á orðum Lavrovs að Rússar telja sig opinberlega ekki vera í stríði við Úkraínu heldur Bandaríkin. Bandaríkjamenn og aðrar vestrænar þjóðir stjórni Úkraínumönnum eins og strengjabrúðum. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði það loskins upphátt í dag að Rússar hafi engan áhuga á að semja við forseta Úkraínu um framtíð landsins heldur Bandaríkin. Enda fullyrða Rússar að þeir séu í stríði við þá í gegnum strengjabrúður Úkraínustjórnar.AP/Maxim Shipenkov „Þess vegna spyrja stjórnmála skýrendur okkar hvers vegna við ættum að tala við menn Zelenskyys. Við þurfum að tala við Bandaríkjamenn, semja við þá, ná einhvers konar samkomulagi,“ segir Lavorv. Þetta er í samræmi við fyrri yfirlýsingar Putins um að Úkraína og fleiri lönd austur Evrópu sem nú er jafnvel í NATO tilheyri áhrifasvæði Rússlands eins og þau voru skilgreind á tímum Sovétríkjanna og kalda stríðsins. Putin hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum Volodymyrs Zelenskyys forseta Úkraínu um beinar viðræður forsetanna. Zelenskky segir segir söguna kenna mönnum að heimsveldisdraumar Putins væru dæmdir til að mistakast. Jafnvel þótt hann eyddi öllum auðlindum Rússa til framtíðar í að reyna að ná sigri í Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy líkir heimsveldisdraumum Putins við þúsund ára ríki Hitlers og segir slíka drauma dæmda til að mistakast.AP/forsetaembætti Úkraínu „Ef þú ætlar að byggja upp þúsund ára ríki muntu tapa. Ef þú ætlar að tortíma nágrönnum þínum muntu tapa. Ef þú vilt endurreisa gamalt heimsveldi muntu tapa. Og ef þú ferð gegn Úkraínumönnum muntu tapa,“ sagði Zelenskyy í síðasta miðnætur ávarpi sínu. Þrátt fyrir endalausar eldflaugaárásir, gífurlegan hernað, mannfall og tjón í Úkraínu kannast Rússneska valdastéttin ekki við að vera í stríði. Hún segist enn vera í sérstökum hernaðaraðgerðum til að frelsa úkraínsku þjóðina undan nasistum sem njóti stuðnings Vesturlanda. Lloyd Austin varnanrmálaráðherra Bandaríkjanna og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu með Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu í Kænugarði á sunnudag.AP/forsetaembætti Úkraínu Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagðist í Moskvu í dag vita af óánægju Rússa með ýmislegt. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðadómstóllinn væru hins vegar til þess gerðar að leysa úr ágreiningi ríkja. „En eitt er rétt og augljóst og óumdeilt. Það eru engir úkraínskir hermenn á landi Rússneska sambandsríkisins en það er rússneskur her á landi Úkraínu,“ sagði Guterres.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52 „Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01 Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. 25. apríl 2022 21:52
„Á meðan rússneskur hermaður stígur fæti á úkraínska grund þá er ekkert nóg“ Sókn Rússa í austurhluta Úkraínu heldur áfram en forsetinn þar í landi segir hermenn verjast innrásarliðinu víða. Bandaríkin hafa lofað Úkraínu frekari aðstoð en utanríkisráðherrann Vestanhafs segir að Rússar séu að tapa stríðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu segir þó ekkert duga til svo lengi sem rússneskir hermenn eru eftir í Úkraínu. 25. apríl 2022 21:01
Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. 25. apríl 2022 06:52