Sterkari saman Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2022 15:31 Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Borgarbyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra. Eitt mikilvægasta verkefni sveitarstjórnar hverju sinni er að standa við bakið á og efla lærdómssamfélag hvers sveitarfélags fyrir sig sem skólarnir, nemendur, starfsfólk og íbúar mynda. Fjórða iðnbyltingin er nú í veldisvexti og á sama tíma er ofarlega á baugi mikilvægi þess að undirbúa nemendur fyrir störf framtíðarinnar sem í raun og veru enginn veit hvers eðlis verða. Því er mikilvægt að skólarnir séu vel búnir þegar kemur að tækni. Eitt tæki per nemanda í unglingadeild ætti að vera markmið næstu ára. Með aukinni áherslu á upplýsingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun, stafræna borgaravitund og notkun á tólum tæknarinnar í sveitarfélaginu öllu. Skólarnir þurfa frelsi og tækifæri til nýsköpunar í skólastarfi, til eflingar á innra starfi. Þar sem vinnuaðstaða og umhverfi nemenda og starfsfólks er til fyrirmyndar. Til þess þurfum við að skoða vandlega með öllum þeim aðilum sem skólasamfélagið mynda, hver þörfin er og hvernig við getum mætt henni. Í þessu samhengi er mikilvægt að hlusta á raddir nemenda því hver veit betur en þjónustuþegarnir sjálfir í hvers konar umhverfi, aðstæðum og með hvað hætti þeim hentar best að sinna námi sínu. Samfylkingin og Viðreisn stefna ekki að lokunum skóla í uppsveitum heldur vilja ýta undir uppbyggingu og fólksfjölgun á þeim svæðum. Þörf er fyrir frekari fjölgun lóða í þéttbýliskjörnum og raunar er nú þegar hafin skipulagsvinna að stóru hverfi við Reykholt. Verið er að klára gatnagerð á Varmalandi og á Hvanneyri á svæði sem búið er að skipuleggja. Þá er einnig unnið að því að finna fleiri ákjósanlegar lóðir, fyrir fjölgun íbúa og fjölbreytta atvinnustarfsemi. Það blasir því við að tækifærin til uppbyggingar í Borgarbyggð eru mörg en til þess að laða fólk að þarf öll grunnþjónusta að vera til staðar. Það er markmið Samfylkingar og Viðreisnar á næsta kjörtímabili að efla menntastefnu Borgarbyggðar og koma skólum sveitarfélagsins í fremstu röð. Það er mikilvægt að gera með uppbyggingu innviða og fagþekkingar skólasamfélagsins. Þar sem lýðræðisleg vinnubrögð eru höfð að leiðarljósi þar sem raddir allra fá áheyrn. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari og skipar 9. sæti Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar