Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 11:19 Brigitte Brugger segir að í raun hvaða fuglategund sem er geti smitast af flensunni. Stöð 2 Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira