RÚV jók auglýsingatekjur um 400 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 16:08 Auglýsingatekjur RÚV í fyrra voru rúmir tveir milljarðar. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið skilaði rúmlega 40 milljóna króna hagnaði á síðasta rekstrarári. Auglýsingatekjur félagsins voru rúmlega tveir milljarðar. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í síðustu viku. Rekstrarhagnaður RÚV var tæplega 300 milljónir króna en eftir greiðslu fjármagnsgjalda upp á 254 milljónir stendur eftir 45,2 milljóna hagnaður fyrirtækisins. Ríkið er eini hluthafi RÚV ohf. Í skýrslu stjórnar kemur jafnframt fram að áhrif kórónuveirunnar á rekstur RÚV hafi ekki verið mikil. Sett hafi verið af stað viðbragðsáætlun í upphafi faraldursins þar sem lögð var áhersla á öryggi starfsmanna sem og að RÚV gæti sinnt sínu hlutverki sem almannaþjónustumiðill. Segir að vel hafi tekist að verja starfsemi RÚV og tryggja órofinn rekstur. Einnig er tekið fram að vanskil vegna krafna hafi ekki aukist að neinu ráði og að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vel þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Markmið að reksturinn sé hallalaus Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra um ársreikninginn kemur fram að skuldir RÚV hafi um árabil verið háar meðal annars vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Fram kemur að þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á síðustu árum, sem leitt hafi til lækkunar skulda, telji stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett. Þjónustusamningur RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið rennur út 31.desember 2023 en tekjur RÚV koma frá ríkinu sem og sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum námu rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við rúma 1,6 milljarða árið áður. Í skýrslunni segir að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt hallalaus en félagið tapaði rúmum 200 milljónum á rekstrarárinu 2020. Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í síðustu viku. Rekstrarhagnaður RÚV var tæplega 300 milljónir króna en eftir greiðslu fjármagnsgjalda upp á 254 milljónir stendur eftir 45,2 milljóna hagnaður fyrirtækisins. Ríkið er eini hluthafi RÚV ohf. Í skýrslu stjórnar kemur jafnframt fram að áhrif kórónuveirunnar á rekstur RÚV hafi ekki verið mikil. Sett hafi verið af stað viðbragðsáætlun í upphafi faraldursins þar sem lögð var áhersla á öryggi starfsmanna sem og að RÚV gæti sinnt sínu hlutverki sem almannaþjónustumiðill. Segir að vel hafi tekist að verja starfsemi RÚV og tryggja órofinn rekstur. Einnig er tekið fram að vanskil vegna krafna hafi ekki aukist að neinu ráði og að starfsemi fyrirtækisins hafi gengið vel þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Markmið að reksturinn sé hallalaus Í skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra um ársreikninginn kemur fram að skuldir RÚV hafi um árabil verið háar meðal annars vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum. Fram kemur að þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á síðustu árum, sem leitt hafi til lækkunar skulda, telji stjórn RÚV að félagið sé enn of skuldsett. Þjónustusamningur RÚV við mennta- og menningarmálaráðuneytið rennur út 31.desember 2023 en tekjur RÚV koma frá ríkinu sem og sölu auglýsinga. Tekjur af auglýsingum námu rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við rúma 1,6 milljarða árið áður. Í skýrslunni segir að markmið stjórnar hafi verið að rekstur RÚV sé ávallt hallalaus en félagið tapaði rúmum 200 milljónum á rekstrarárinu 2020.
Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Sjá meira