„Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. apríl 2022 11:00 Hafdís hefur menntað sig í tengslum við svefnvenjur barna. Það kannast eflaust margir foreldrar við svefnlausar nætur með ungabarn og oft á tíðum eru foreldrar ráðalausir og vita ekki hvernig þeir eiga snúa sér í þeim málum. Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Hafdís Guðnadóttir ljósmóðir kynntist því af eigin raun hvað svefn skiptir miklu máli og einsetti sér að læra sem mest um svefn til að aðstoða foreldra fyrstu mánuðina. Hún lauk námi í svefnráðgjöf ungra barna árið 2021 og hefur stofnað fyrirtæki í kringum þá þjónustu sem heitir Sofa, borða, elska. Eva Laufey ræddi við Hafdísi í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. „Eftir að ég upplifði þetta með mitt eigið barn, þá þyrsti mig bara svo ótrúlega mikið í fróðleik hvað ég gæti gert til að hjálpa honum að sofa betur,“ segir Hafdís og heldur áfram. „Mér fannst þetta einhvern veginn vanta inn í kerfið, þessa fræðslu um heilbrigðar svefnvenjur og hvað maður ætti að gera til að hjálpa barninu að sofa vel. Ég vissi ekki að það væri löng bið að komast að í svefnráðgjöf hjá Landspítala. Það er rosalega mikil vitundarvakning um svefn fólks og það á ekki síður við um börn. Góður svefn skiptir rosalega miklu máli upp á vöxt og þroska.“ Hafdís segir að bæði andlega og líkamleg heilsa geti hrakað mikið ef fólk upplifir svefnleysi. „Það er vel vitað að svefnleysi ýti undir fæðingarþunglyndi og því er til mikils að vinna að vinna að góðum svefni. Algengasta vandamálið sem foreldrar eru að takast á við eru tíðar næturvaknanir og fólk veit ekki hvað það á að gera til að hjálpa barninu að sofa betur.“ Hún segir að það sé oft erfitt að fara í gegnum svefnþjálfun með barninu sínu. „Það er erfitt að hlusta á barnið sitt gráta en það er samt þannig að börn gráta og hafa fullan rétt á því að tjá sig og fullan rétt á því að gráta. Það er mjög eðlilegt ef við erum að breyta einhverju og barnið er vant því að sofna á brjóstinu eða í fanginu og mamman hefur ekki tök á því að vakna oft á næturnar til að gefa barninu þessa þjónustu. Börn eru ekki að gráta því þau eru svo frek, þau bara skilja þetta ekki þegar mamman er ekki lengur til staðar.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Svefn Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira