Segir Agnieszku hafa reynt að þvinga fram fund ólöglega Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2022 22:03 Sólveig Anna er harðorð í garð varaformanns Eflingar í nýrri stöðuuppfærslu. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að félagsmenn Eflingar hefðu safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem kallað var eftir félagsfundi og að stjórnin yrði að verða við því samkvæmt lögum félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld að Agnieszka hafi reynt að fá starfsmann félagsins, sem að sögn Sólveigar hefur engin félagsleg völd til að boða félagsfund, til að senda tölvupóst á alla félagsmenn. „Sem betur fer er þekking starfsmannsins á lögunum betri en varaformanns svo að henni varð ekki kápan úr klæðinu. Með þessu gerði varaformaður tilraun til að þvinga fram ólöglegt fundarboð en samkvæmt lögum félagsins er það stjórnar að boða félagsfund,“ segir Sólveig Anna. Segist ekki taka þátt í að brjóta lög félagsins Agnieszka tók skýrt fram í samtali við fréttastofu í gær að það hefðu verið félagsmenn sem söfnuðu undirskriftunum og að stjórninni bæri lagaleg skylda til að verða við kröfunni ef fleiri en 300 félagsmenn krefjast félagsfundar. Í dag sagðist hún efast það stórlega að stjórnin yrði við kröfunni. Sólveig Anna gagnrýnir framferði hennar harðlega. „Að varaformaður hafi svo yfirborðskennda þekkingu á lögum félagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar ábyrgð á boðun funda liggur er til skammar,“ segir Sólveig. „Í dag hefur hún svo stigið fram og látið sem að ég ætli með “einræðistilburðum” að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Það er með öllu ósatt. Ég, ólíkt henni, tek stöðu mína og ábyrgð sem formaður alvarlega. Ég mun ekki taka þátt í því að brjóta lög félagsins,“ segir hún enn fremur. Krafa félagsmanna er að fundurinn fari fram á föstudag en Sólveig segir að stjórnin muni koma saman og ákveða dagsetningu fundarins, sem svo verður auglýstur með réttum hætti samkvæmt lögum. „Staðreyndin er sú að varaformaður reyndi að þvinga fram fund ólöglega en ég er að fara eftir lögum félagsins,“ segir Sólveig. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að félagsmenn Eflingar hefðu safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem kallað var eftir félagsfundi og að stjórnin yrði að verða við því samkvæmt lögum félagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir aftur á móti í stöðuuppfærslu á Facebook í kvöld að Agnieszka hafi reynt að fá starfsmann félagsins, sem að sögn Sólveigar hefur engin félagsleg völd til að boða félagsfund, til að senda tölvupóst á alla félagsmenn. „Sem betur fer er þekking starfsmannsins á lögunum betri en varaformanns svo að henni varð ekki kápan úr klæðinu. Með þessu gerði varaformaður tilraun til að þvinga fram ólöglegt fundarboð en samkvæmt lögum félagsins er það stjórnar að boða félagsfund,“ segir Sólveig Anna. Segist ekki taka þátt í að brjóta lög félagsins Agnieszka tók skýrt fram í samtali við fréttastofu í gær að það hefðu verið félagsmenn sem söfnuðu undirskriftunum og að stjórninni bæri lagaleg skylda til að verða við kröfunni ef fleiri en 300 félagsmenn krefjast félagsfundar. Í dag sagðist hún efast það stórlega að stjórnin yrði við kröfunni. Sólveig Anna gagnrýnir framferði hennar harðlega. „Að varaformaður hafi svo yfirborðskennda þekkingu á lögum félagsins að hún skilji ekki og/eða þekki ekki hvar ábyrgð á boðun funda liggur er til skammar,“ segir Sólveig. „Í dag hefur hún svo stigið fram og látið sem að ég ætli með “einræðistilburðum” að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn. Það er með öllu ósatt. Ég, ólíkt henni, tek stöðu mína og ábyrgð sem formaður alvarlega. Ég mun ekki taka þátt í því að brjóta lög félagsins,“ segir hún enn fremur. Krafa félagsmanna er að fundurinn fari fram á föstudag en Sólveig segir að stjórnin muni koma saman og ákveða dagsetningu fundarins, sem svo verður auglýstur með réttum hætti samkvæmt lögum. „Staðreyndin er sú að varaformaður reyndi að þvinga fram fund ólöglega en ég er að fara eftir lögum félagsins,“ segir Sólveig.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29 Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38 Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19 Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Vill að uppsagnir verði dregnar til baka: „Þetta kemur öllu verkafólki Íslands við” Trúnaðarmaður Eflingar í Kjörís segir hópuppsagnir félagsins skaða alla verkalýðshreyfingu landsins og setja vont fordæmi fyrir komandi kjaraviðræður. Félagsmenn Eflingar krefjast félagsfundar til að ræða uppsagnirnar og ætlar stjórnin að verða við því. 20. apríl 2022 21:29
Hópuppsagnirnar hjá Eflingu mistök að mati Vilhjálms Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins segir að stjórn Eflingar hafi gert mistök með því að ráðast í hópuppsagnir á skrifstofu félagsins. 20. apríl 2022 12:38
Stjórn Eflingar hyggst verða við kröfu um félagsfund Stjórn Eflingar hyggst koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu félagsfundar, eftir að hátt í 500 félagsmenn undirrituðu skjal þar sem óskað var eftir fundi. 20. apríl 2022 07:19
Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. 19. apríl 2022 20:48