Alvarlegar COVID-sýkingar hjá 80 ára og eldri þrátt fyrir þrjár sprautur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. apríl 2022 12:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða 80 ára og eldri auk íbúa hjúkrunarheimila, óháð aldri, fjórða skammtinn af bóluefni gegn COVID-19. „Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Ástæðan fyrir því er sú að það eru að koma fram gögn bæði vestan hafs og frá Evrópu um að smit hjá þessum einstaklingum sem hafa fengið þrjár sprautur geta verið mjög alvarleg, miklu alvarlegri og verri en hjá yngra fólki sem hefur fengið þrjár sprautur. Það eru tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Evrópu að bjóða þessu fólki fjórða skammtinn og það er á þeim grunni sem við gerum það.“ Fram til þessa hefur sóttvarnalæknir eingöngu mælt með fjórða skammtinum fyrir fólk sem hefur undirliggjandi sjúkdóma. Þórólfur segir þó að sá hópur hafi ekki skilað sér nægilega vel í bólusetningu. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er áfram hvatt til þess að fara í fjórðu bólusetninguna því enn greinist á milli eitt til tvö hundruð manns með kórónuveiruna á degi hverjum. Þá er talið afar líklegt að enn fleiri greinist daglega á heimaprófum en það er fjöldi sem skilar sér ekki endilega inn í heildartölu yfir smitaða í landinu. „Við vitum ekki hvað ónæmið endist lengi, bæði af bólusetningunni og eins af fyrra smiti. Mun það dala? Og munu við þá fá Ómíkron aftur yfir okkur? Það er það sem við vitum ekki og það eru margir sem horfa til þess hvað muni gerast í haust og næsta vetur. Það verður bara að komast í ljós. Að þessu stigi máls sé þó ekki talin ástæða til að bjóða öllum fjórða skammtinn en Þórólfur fylgist vel með þróun mála. Hann viti ekki hvernig bólusetning muni virka ef ný afbrigði berast til landsins. Það sé óvissa sem hangi alltaf yfir okkur. Hann bindur vonir við að sumarið verði eins konar stund milli stríða. „Þetta eru veirur sem sækja í sig veðrið yfir haust-og vetrartímann og mér finnst nokkuð líklegt að við fáum góðan tíma í sumar. Svo er bara spurning hvað gerist í haust. Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki að spá neinu slæmu, endilega, en við verðum bara að fylgjast vel með.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26 Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55 Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Sóttvarnalæknir mælir með fjórða bóluefnaskammtinum fyrir 80 ára og eldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bjóða einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19, ef að minnsta kosti fjórir mánuðir eru liðnir frá þriðja skammtinum. 20. apríl 2022 09:26
Setja 750 milljónir í viðbrögð við félags- og heilsufarsafleiðingum Covid Stjórnvöld ætla að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári í sértækar aðgerðir til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórnin ákvað þetta á síðasta fundi sínum fyrir páska. 19. apríl 2022 15:55
Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. 13. apríl 2022 14:00