„Algjört vald“ en engin ábyrgð? Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. apríl 2022 15:30 „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
„Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Hann gagnrýndi að með frumvarpinu væri „Alþingi að veita ráðherra algjört ákvörðunarvald í þessu“. Frumvarpið var samþykkt og þetta er sá lagarammi sem gildir um söluna á Íslandsbanka. Lögin gera ráð fyrir að fjármálaráðherra, aðili sem nýtur trausts meirihluta á Alþingi sem vörslumaður ríkiseigna, ráði ferðinni við sölu á banka og beri ábyrgðina, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað fer úrskeiðis. Samkvæmt lögunum gerir Bankasýslan tillögur til ráðherra um sölu. Hún fylgir eftir ákvörðunum ráðherra og leggur fram rökstutt mat á tilboðum sem berast, en það er ráðherra sem hefur yfirumsjón með ferlinu og á að búa þannig um hnútana að markmiðum laganna um opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni sé fylgt. Það er ráðherra sem fer með endanlegt ákvörðunarvald um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað og undirritar samninga fyrir hönd ríkisins um sölu á eignarhlutum. Við slíka meðferð opinbers valds er ráðherra auðvitað bundinn af meginreglum stjórnsýsluréttar. Hann og ráðuneytið undir hans yfirstjórn þurfa að vanda til verka og afla allra nauðsynlegra gagna til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Eins og Guðlaugur Þór benti á árið 2012 eru lögin skýr um að ákvörðunarvaldið er hjá ráðherra, ekki hjá undirstofnunum eða Alþingi, og þar sem ákvörðunarvaldið liggur, þar liggur líka lagalega og pólitíska ábyrgðin sama hvernig Katrín Jakobsdóttir og þingmenn stjórnarmeirihlutans reyna að telja okkur trú um annað. Útspil formanna ríkisstjórnarflokkanna í morgun um að leggja niður Bankasýsluna, og hengja allar brotalamir í söluferlinu um háls þeirrar stofnunar, verður að teljast nokkuð óvænt, enda hafa formennirnir þrír ekki greint frá því með hvaða hætti Bankasýslan brást; hvort og hvernig framkvæmdin stangaðist á við fyrirmæli fjármálaráðherra. Hafi Bankasýslan vikið með einhverjum hætti frá forskrift ráðherra við söluna og ekki starfað samkvæmt lögum og reglum, þá verða ráðherrar ríkisstjórnarinnar að upplýsa strax um hvað gerðist í stað þess að fara með hálfkveðnar vísur í fjölmiðlum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og situr í efnahags- og viðskiptanefnd.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun