Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. apríl 2022 12:05 Lárus L. Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Einar Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Bankasýslunnar sem merkt er sem „Athugasemd frá stjórn Bankasýslu ríkisins vegna nýafstaðins útboðs á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka.“ Er þar vísað í gagnrýni á framkvæmt útboðsins sem var svokallað lokað útboð, eingöngu ætlað hæfum fagfjárfestum. Á meðal þess sem gagnrýnt hefur verið er hverjir fengu að kaupa en það var í höndum sjálfra söluráðgjafanna sem fengnir voru til verksins að meta hverjir skyldu teljast hæfir fjárfestar og þannig gjaldgengir til að taka þátt í útboðinu. Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu í dag áform um að leggja Bankasýsluna niður. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að upp hafi komið vafi um hvort kröfum um hæfi fjárfesta hafi verið fylgt eftir af þeim fjármálafyrirtækjum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í áðurnefndu útboði. Einnig séu til athugunar mögulegir hagsmunaárekstrar einstakra söluaðila við kaup starfsmanna eða tengdra aðila á hlutum í bankanum. „Fjármálaeftirlitið skoðar meðal annars hæfi þeirra fagfjárfesta sem fengu að kaupa en það var hlutverk söluaðila að meta það enn ekki Bankasýslu ríkisins,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar. Mun hafa áhrif hafi söluaðilar ekki staðið undir trausti Fimm innlendir söluráðgjafar voru meðal þeirra sem sáu um að selja fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Samtals var kostnaður við útboðið um 700 milljónir króna sem er um 1,4% af sölandvirði bankans. Í yfirlýsingu stjórnar Bankasýslunnar segir að komi í ljós að söluaðilar hafi ekki staðið undir því trausti sem Bankasýslan gerði til þeirra mun það hafa áhrif á söluþóknanir til þeirra. „Stjórn Bankasýslu ríkisins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum og mun að óbreyttu ekki greiða umsamda söluþóknum í tilvikum þar sem ágallar voru við sölu á 22,5% hlut ríkisins til hæfra fagfjárfesta.“ Undir yfirlýsinguna skrifa stjórnarmenn Bankasýslunnar, Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður, Margrét Kristmannsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Mikill hagsmunaárekstur og vonbrigði ef ráðgjafar keyptu í útboðinu Forstjóri Bankasýslunnar segir hlutabréfakaup starfsmanna ráðgjafafyrirtækja í Íslandsbanka fela í sér hagsmunaárekstur og vonbrigði. Slíkt framferði liðist aldrei erlendis og skaði orðspor fyrirtækjanna. 13. apríl 2022 18:30
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38