Samfella í stuðningi við fanga með þroskahömlun og á einhverfurófinu Unnur Helga Óttarsdóttir, Sigrún Birgisdóttir og Elfa Dögg S. Leifsdóttir skrifa 19. apríl 2022 10:30 Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Erlendar rannsóknir sýna svart á hvítu að fólk með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi sem dæmt er til fangelsisvistar hefur mjög mikla þörf fyrir viðeigandi stuðning og vernd meðan á fangelsisvist stendur og eftir að það hefur lokið afplánun. Alls engin ástæða er til að ætla að því sé öðru vísi farið hér á landi. Einnig er talið að inni í fangelsum séu einstaklingar sem ekki hafi greiningar en sýni öll einkenni einhverfu/taugaþroskaraskana. Sá hópur þarf einnig stuðning og viðeigandi greiningu meðan á afplánun stendur. Einstaklingar með þroskahömlun og/eða einhverft fólk hafa líka rétt til viðeigandi stuðnings og verndar meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur samkvæmt íslenskum lögum og fjölþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland undirgekkst árið 2016 segir að ríkið skuli „efla viðeigandi þjálfun fyrir þau sem starfa á sviði réttarvörslu, þar á meðal lögreglu og starfsfólk fangelsa“ til að tryggja að þeir einstaklingar sem eiga rétt til sérstaks stuðnings og verndar samkvæmt samningnum njóti hans meðan á fangelsisvist stendur. Til að stuðla að því sóttu Landssamtökin Þroskahjálp um styrk til félagsmálaráðuneytisins til að halda fræðslu- og umræðufundi, í samstarfi við Fangelsismálastofnun, með starfsfólki stofnunarinnar og fangelsanna og er það verkefni nú í gangi. Einhverfusamtökin taka þátt í þessu verkefni með Þroskahjálp. Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir sjálfboðaliða-verkefni sem kallast „Aðstoð eftir afplánun“, sem er ætlað fólki sem hefur lokið afplánun eða er í afplánun til að veita fólki stuðning við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála, að efla félagslegt öryggi og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi. Rauði Krossinn, Einhverfusamtökin og Þroskahjálp hafa átt í samtali um þessi mikilvægu verkefni sín og hafa nú ákveðið að taka höndum saman um að vinna að því að vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga á aðstæðum, þörfum og réttindum fólks með þroskahömlun og/eða á einhverfurófi meðan á fangelsisvist stendur og eftir að afplánun lýkur. Þá vilja þau leggja sitt af mörkum í samstarfi við þau stjórnvöld til að bæta aðstæður, mæta þörfum og stuðla að því að réttindi þessara einstaklinga til stuðnings og verndar séu virt og þeim framfylgt. Að mati þessara samtaka eru mjög mikilsverð mannréttindi og tækifæri í húfi og ekki aðeins fyrir þá einstaklinga sem í hlut eiga, heldur fyrir samfélagið allt. Fangelsisvist getur því aðeins talist „betrun“ fyrir þessa einstaklinga að þessi réttindi þeirra til viðeigandi stuðnings séu virt og þeim framfylgt. Vitað er og viðurkennt að einstaklingar sem ekki fá viðeigandi stuðning til að koma undir sig fótunum í samfélaginu þegar þeir hafa lokið afplánun eru mun líklegri til að lenda aftur í sama fari með líf sitt og áður hefur leitt til þess að þeir hafa verið dæmdir til fangelsisvistar. Með þessu samstarfi vonumst við til að það verði vakning á stöðunni með tilliti til umrædds hóps eftir að afplánun lýkur og að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga skoði þessi mál ítarlega. Við erum tilbúin til að vera í samráði til úrbóta til að koma til móts við þarfir þessa hóps með viðeigandi stuðningi út í lífið. Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna ÞroskahjálparSigrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri EinhverfusamtakannaElfa Dögg S. Leifsdóttir sálfræðingur, teymisstjóri heilbrigðisverkefna - Rauði krossinn
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar