Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 09:01 Alfons fagnar eina Evrópumarki sínu á leiktíðinni. Það reyndist heldur betur mikilvægt. Soccrates/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira