Húsnæðisverð haldi áfram að hækka Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2022 22:04 Í greiningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu segir að auk vaxtahækkana hafi hækkun séu ráðstöfutekna, misjafn smekkur fólks og aukin eftirspurn eftir sérbýli ýtt undir hækkanir á húsnæðisverði. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að húsnæðisverð muni halda áfram að hækka samkvæmt nýútkominni fjárhagsáætlun fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð á landsvísu hækkað um 29%. Í samantekt á síðu Stjórnarráðsins segir að talsverðan tíma taki fyrir íbúðaverð að bregðast við breyttum efnahagsaðstæðum. Samkvæmt rannsóknum sé líklegt að húsnæði hækki áfram, hafi það hækkað mikið á undangengnu ári. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð hækkað um 29% og raunverð íbúða um 16%. Þróunin skýrist ekki síst af lækkun vaxta á íbúðalánum og þá sérstaklega óverðtryggðum lánum samhliða dræmum vexti í framboði nýrra íbúða. Uppbygging nýrra íbúða sé þó enn mikil í sögulegum samanburði, segir á vef Stjórnarráðsins. Með hækkandi húsnæðisverði er gert ráð fyrir því að erfiðara verði fyrir fyrstu kaupendur að safna fyrir útborgun. Lækkun vaxta á að hafa gert það að verkum að þeir, sem ekki höfðu næga greiðslugetu, hafi verið auðveldara að festa kaup á fyrstu íbúð. Eðli málsins samkvæmt gildir það þó aðeins um þá sem hafa efni á útborgun. Fyrstu kaup ungs fólks á íbúðum hafa þó aldrei verið fleiri en árið 2021. Kaupendurnir eru að meðaltali 30 ára sem er um einu ári yngra en fyrir tíu árum síðan. Talið er að hlutdeildarlán hafi auðveldað fyrstu íbúðakaup en um 400 manns, af 7.000 sem keyptu íbúðir árið 2021, nýttu sér hlutdeildarlán. Hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði hefur haft töluverð áhrif á greiðslubyrði íbúðalána. Mestu áhrifin eru á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en slíkum lánum hefur fjölgað um 12% á tveimur árum. Hlutfall vaxtakostnaðar af ráðstöfunartekjum hefur þó lækkað meðal allra tekjuhópa á undanförnum árum, segir á vef Stjórnarráðsins. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Í samantekt á síðu Stjórnarráðsins segir að talsverðan tíma taki fyrir íbúðaverð að bregðast við breyttum efnahagsaðstæðum. Samkvæmt rannsóknum sé líklegt að húsnæði hækki áfram, hafi það hækkað mikið á undangengnu ári. Frá upphafi árs 2020 hefur íbúðaverð hækkað um 29% og raunverð íbúða um 16%. Þróunin skýrist ekki síst af lækkun vaxta á íbúðalánum og þá sérstaklega óverðtryggðum lánum samhliða dræmum vexti í framboði nýrra íbúða. Uppbygging nýrra íbúða sé þó enn mikil í sögulegum samanburði, segir á vef Stjórnarráðsins. Með hækkandi húsnæðisverði er gert ráð fyrir því að erfiðara verði fyrir fyrstu kaupendur að safna fyrir útborgun. Lækkun vaxta á að hafa gert það að verkum að þeir, sem ekki höfðu næga greiðslugetu, hafi verið auðveldara að festa kaup á fyrstu íbúð. Eðli málsins samkvæmt gildir það þó aðeins um þá sem hafa efni á útborgun. Fyrstu kaup ungs fólks á íbúðum hafa þó aldrei verið fleiri en árið 2021. Kaupendurnir eru að meðaltali 30 ára sem er um einu ári yngra en fyrir tíu árum síðan. Talið er að hlutdeildarlán hafi auðveldað fyrstu íbúðakaup en um 400 manns, af 7.000 sem keyptu íbúðir árið 2021, nýttu sér hlutdeildarlán. Hækkun stýrivaxta undanfarna mánuði hefur haft töluverð áhrif á greiðslubyrði íbúðalána. Mestu áhrifin eru á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum en slíkum lánum hefur fjölgað um 12% á tveimur árum. Hlutfall vaxtakostnaðar af ráðstöfunartekjum hefur þó lækkað meðal allra tekjuhópa á undanförnum árum, segir á vef Stjórnarráðsins.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira