Þjónar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 13. apríl 2022 17:30 Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Almennt ríkir sú skoðun í okkar heimshluta, að lýðræðsskipulag sé hið besta þjóðskipulag sem völ er á. En það er með lýðræðið eins og annað, það sem ekki er hlúð að og hugsað vel um, lætur á sjá. Oft er talað um kosningar sem lýðræðishátíð og nú eru framundan kosningar til sveitarstjórna. Þær vekja okkur til umhugsunar um stöðu lýðræðis. Ekki síst þegar enn á ný blasir við mikil endurnýjun í hópi sveitarstjórnarmanna. Raunar meiri endurnýjun en margir telja hollt fyrir sveitarfélögin. Það sem hér kemur á eftir kann þó að einhverju leyti eiga við um alþingismenn líka, enda hefur endurnýjun þeirra orðið hraðari seinni árin einnig. Nokkuð hefur undanfarið verið horft til starfsaðstæðna sveitarstjórnarmanna, m.a. þegar rætt er um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þá er mikilvægt að horft sé víðar á málið en bara til starfskjara. Ekki síður að litið sé til starfanna sjálfra. Störf sveitarstjórnarmanna eru afar mikilvæg og snúast jafnan um að taka ákvarðanir um framtíð og framþróun samfélagsins. Þeir þurfa að kynna sér og taka ákvarðanir um öll málefni, óháð sinni eigin þekkingu. Þeir bera ábyrgð á sínum ákvörðunum og geta aldrei skorast undan að taka á þeim málum sem upp koma. Þau mál eru jafn fjölbreytt og mannlífið sjálft. Mál sem koma á borð sveitarstjórnarmanna koma líklega í mörgum tilvikum frá embættismönnum sem hafa unnið þau og undirbúið. Embættismönnum í ráðuneytum, ríkisstofnunum og hjá sveitarfélögunum sjálfum. Þessir embættismenn eru sérfræðingar hver á sínu sviði og þeirra hlutverk er að nýta sína þekkingu til að nálgun á mál sé fagleg. Mikilvægt er að mál séu þannig búin, að sveitarstjórnarfulltrúar geti skilið þau nægjanlega án of mikillar yfirlegu. Geti fengið glögga yfirsýn yfir kosti, galla og áhrif af þeim niðurstöðum sem mögulegar eru í hverju máli. Þannig er góður embættismaður þjónn lýðræðisins sem gerir hinum kjörnu fulltrúum auðvelt að taka skynsamlegar og réttlátar ákvarðanir, samfélaginu til heilla á hverjum tíma. Því miður hygg ég að hér kunni þó stundum að vera misbrestur á. Misbrestur sem veldur því að kjörnir fulltrúar finna jafnvel til vanmáttar síns og vanþekkingar í þeim gríðarlega fjölbreyttu málum sem þeir þurfa að taka ákvarðanir um. Ákvarðanir sem hafa margvísleg áhrif og afleiðingar sem þeir bera síðan ábyrgð á. Það er erfitt starfsumhverfi að vinna í, þegar tími er skammur en málafjöldi mikill, um allt mögulegt sem snertir mannlegt samfélag. Embættismenn eiga nefnilega til að beita sinni sérþekkingu á flókinn og sérfræðilegan hátt, en leitast ekki endilega við að gera mál auðskilin öllum. Finna til sinnar sérþekkingar og framreiða málin með þeim hætti að kjörnir fulltrúar neyðast til að treysta á sérþekkingu embættismannanna í blindni. Og verða síðan að taka ákvarðanir án nægjanlega mikils skilnings á málum. Með slíkum vinnubrögðum er grafið undan lýðræðinu. Í stað þess að embættismenn séu þjónar lýðræðisins, leitast þeir við að gera hina kjörnu fulltrúa að þjónum skrifræðisins. Þannig er grafið undan lýðræðislegu valdi kjörinna fulltrúa en byggt undir skrifræði sérþekkingar. Stjórnsýslan jafnvel í leiðinni gerð svo flókin og þunglamaleg að kjörnir fulltrúar finna sig vanmáttuga til að sinna sínu mikilvæga hlutverki eins vel og þeir hefðu viljað. Það má svo velta því fyrir sér hvort þetta sé að einhverju leyti ástæðan fyrir ótímabærum flótta fólks úr sveitarstjórnum? Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun