Starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar sakar stjórnina um hræsni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 10:25 Valgerður Árnadóttir, frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar og starfsmaður Eflingar, segir að ef einhver annnar vinnustaður kæmi fram við starfsmenn sína eins og Efling geri nú væri Efling fyrst að fordæma það. Vísir „Ef einhver vinnustaður annar hefði tilkynnt um hópuppsagnir til að svo endurráða starfsfólk á lægri kjörum þá værum við hjá Eflingu fyrst til að verja þau og þeirra réttindi. Ef einhver annar vinnustaður hefði ráðist á trúnaðarmenn sína og starfsmenn í fjölmiðlum þá værum við fyrst til að fordæma það og taka upp hanskann fyrir það starfsfólk.“ Þetta skrifar Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttir formanns félagsins, í færslu á Facebook. Valgerður hefur verið í veikindaleyfi síðan hún lenti í slysi síðasta sumar og skrifar í færslunni að hún hafi ekki ætlað að mæta aftur til starfa. Hún hafi hins vegar fengið uppsagnarbréf frá „lögmanni út í bæ“ klukkan tvö í nótt. „Mánuði eftir slysið mitt var mér tilkynnt að félags- og þróunarsvið sem ég starfaði hjá sem teymisstjóri félagsmála hefði verið lagt niður „vegna skipulagsbreytinga“ og mér var bboðið starf á öðru sviði, sem ég afþakkaði,“ skrifar Valgerður í færslunni, sem birtist í morgun. Segir félags- og þróunarsvið verið lagt niður til að búa til starf fyrir Viðar Hún segir að stuttu eftir að félags- og þróunarsvið hafi verið lagt niður hafi skrifstofa félagsmála verið stofnuð innan Eflingar og Viðar Þorsteinsson verið gerður að yfirmanni þar. Skrifstofa hans og starfsfólk hafi þjónað sama tilgangi og félags- og þróunarsvið gerði fyrir skipulagsbreytingarnar. „Svo skipulagsbreytingin var nánast engin, nema til þess fallin að losa sig við sumt starfsfólk og setja Viðar yfir einingu sem hann myndi geta sætt sig við eftir að fjölda kvartanna í hans garð gerðu honum erfitt um vik að starfa áfram sem framkvæmdastjóri,“ skrifar Valgerður. Hún segist hafa stutt þær konur sem kvörtuðu undan „framgöngu og eineltistilburðum“ Viðars og hún hafi sjálf beðið Sólveigu Önnu um að standa með þeim líka. „En þá haðfi hún í stað þess að taka kvartanir þeirra alvarlega sagt upp þeim sviðsstjóra „sem þau töldu að ætti upptök af þeim kvörtunum.“ Ég reyndi að biðla til hennar að standa með þeim konum sem alltaf hefðu staðið með henni, konur sem komu til starfa hjá Eflingu til að styðja við hennar baráttu og ég trúði því ekki að hún myndi bregðast þeim, en allt kom fyrir ekki,“ skrifar Valgerður. Hún segir að ekki hafi verið um að ræða starfsmenn fyrri stjórnar, eins og „þau Viðar hafa viljað halda fram.“ Þau hafi sjálf ráðið konurnar til starfa. „Ekki var um „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar“ að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverjar „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar“. Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni,“ segir Valgerður. Segir engan græða á „farsanum“ sem hafi hafist í lok október Hún segist vegna veikinda sinna og fjölskyldutengsla við Sólveigu Önnu ekki viljað tjá sig um málið hingað til. „En nú er nóg komið, ég starfaði fyrir Eflingu í þrjú ár fyrir slysið og leiddi með þeim baráttuna fyrir betri kjörum Eflingarfélaga. Ég heimsótti hundruði vinnustaða, var m.a. með umsjón yfir trúnaðarmannakosningum og verkfallsaðgerðm og kynntist fjölda félaga vel. Félaga sem ég svo mækldi með til trúnaðarstarfa hjá Eflingu, bæði í trúnaðarráð og stjórn, margt af þeim gegn þar embætti núna,“ skrifar Valgerður. Hún segir þessa félaga ekki skulda sér neitt en hún eigi erfitt með að mörg þeirra trúi því upp á starfsmenn Eflingar að hafa á annan hátt átt með atburðarrásina að gera en að kvarta undan framkomu yfirmanns. „Og vonað að Sólveig Anna myndi taka kvartanir alvarlega og standa með sínu starfsfólki sem sannarlega hafa staðið með henni. Það græðir enginn á þeim farsa sem hófst í lok október í fyrra, ekki starfsmenn og ekki félagsmenn Eflingar,“ segir Valgerður. „Ég er djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og öll þau sem í blindni trúa eftiráskýringum sem standast ekki skoðun. Ég er stolt af því að starfa fyrir Eflingu og trúði því að okkar barátta væri réttlát og árangursrík fyrir félagsmenn. Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Þetta skrifar Valgerður Árnadóttir, starfsmaður Eflingar og frænka Sólveigar Önnu Jónsdóttir formanns félagsins, í færslu á Facebook. Valgerður hefur verið í veikindaleyfi síðan hún lenti í slysi síðasta sumar og skrifar í færslunni að hún hafi ekki ætlað að mæta aftur til starfa. Hún hafi hins vegar fengið uppsagnarbréf frá „lögmanni út í bæ“ klukkan tvö í nótt. „Mánuði eftir slysið mitt var mér tilkynnt að félags- og þróunarsvið sem ég starfaði hjá sem teymisstjóri félagsmála hefði verið lagt niður „vegna skipulagsbreytinga“ og mér var bboðið starf á öðru sviði, sem ég afþakkaði,“ skrifar Valgerður í færslunni, sem birtist í morgun. Segir félags- og þróunarsvið verið lagt niður til að búa til starf fyrir Viðar Hún segir að stuttu eftir að félags- og þróunarsvið hafi verið lagt niður hafi skrifstofa félagsmála verið stofnuð innan Eflingar og Viðar Þorsteinsson verið gerður að yfirmanni þar. Skrifstofa hans og starfsfólk hafi þjónað sama tilgangi og félags- og þróunarsvið gerði fyrir skipulagsbreytingarnar. „Svo skipulagsbreytingin var nánast engin, nema til þess fallin að losa sig við sumt starfsfólk og setja Viðar yfir einingu sem hann myndi geta sætt sig við eftir að fjölda kvartanna í hans garð gerðu honum erfitt um vik að starfa áfram sem framkvæmdastjóri,“ skrifar Valgerður. Hún segist hafa stutt þær konur sem kvörtuðu undan „framgöngu og eineltistilburðum“ Viðars og hún hafi sjálf beðið Sólveigu Önnu um að standa með þeim líka. „En þá haðfi hún í stað þess að taka kvartanir þeirra alvarlega sagt upp þeim sviðsstjóra „sem þau töldu að ætti upptök af þeim kvörtunum.“ Ég reyndi að biðla til hennar að standa með þeim konum sem alltaf hefðu staðið með henni, konur sem komu til starfa hjá Eflingu til að styðja við hennar baráttu og ég trúði því ekki að hún myndi bregðast þeim, en allt kom fyrir ekki,“ skrifar Valgerður. Hún segir að ekki hafi verið um að ræða starfsmenn fyrri stjórnar, eins og „þau Viðar hafa viljað halda fram.“ Þau hafi sjálf ráðið konurnar til starfa. „Ekki var um „plott fyrrum trúnaðarmanns Eflingar“ að ræða eins og þau hafa einnig haldið fram og ekki var um að ræða einhverjar „leifar af gamalli vinnustaðamenningu Eflingar“. Þetta er allt einfaldlega lygi og hefur það margoft komið í ljós bæði í viðtölum við starfsmenn og í úttekt sálfræðistofu á vinnustaðamenningunni,“ segir Valgerður. Segir engan græða á „farsanum“ sem hafi hafist í lok október Hún segist vegna veikinda sinna og fjölskyldutengsla við Sólveigu Önnu ekki viljað tjá sig um málið hingað til. „En nú er nóg komið, ég starfaði fyrir Eflingu í þrjú ár fyrir slysið og leiddi með þeim baráttuna fyrir betri kjörum Eflingarfélaga. Ég heimsótti hundruði vinnustaða, var m.a. með umsjón yfir trúnaðarmannakosningum og verkfallsaðgerðm og kynntist fjölda félaga vel. Félaga sem ég svo mækldi með til trúnaðarstarfa hjá Eflingu, bæði í trúnaðarráð og stjórn, margt af þeim gegn þar embætti núna,“ skrifar Valgerður. Hún segir þessa félaga ekki skulda sér neitt en hún eigi erfitt með að mörg þeirra trúi því upp á starfsmenn Eflingar að hafa á annan hátt átt með atburðarrásina að gera en að kvarta undan framkomu yfirmanns. „Og vonað að Sólveig Anna myndi taka kvartanir alvarlega og standa með sínu starfsfólki sem sannarlega hafa staðið með henni. Það græðir enginn á þeim farsa sem hófst í lok október í fyrra, ekki starfsmenn og ekki félagsmenn Eflingar,“ segir Valgerður. „Ég er djúpt vonsvikin með stjórn og trúnaðarráð Eflingar og öll þau sem í blindni trúa eftiráskýringum sem standast ekki skoðun. Ég er stolt af því að starfa fyrir Eflingu og trúði því að okkar barátta væri réttlát og árangursrík fyrir félagsmenn. Vanvirðing við okkur starfsfólkið er fordæmalaus.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55 Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. 13. apríl 2022 09:55
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18