Þingið blekkt vegna sölu Íslandsbanka Björn Leví Gunnarsson skrifar 10. apríl 2022 15:00 Nokkur atriði vegna ummæla Bryndísar Haraldsdóttur í Silfrinu vegna aðkomu Fjárlaganefndar og þingsins að sölu Íslandsbanka. Til að byrja með þá setti ráðherra Alþingi tímatakmörk til þess að klára umsögn sína. Sá tími var allt of lítill og tilfinningin sem maður fékk vegna umræðna á gögnum þingsins var vegna þess að það væri búið að ákveða að selja áður en glugginn eftir birtingu ársuppgjörs lokaði, eða eins og segir í minnisblaði ráðuneytisins: „Samkvæmt Bankasýslu ríkisins eru bestu gluggar fyrir söluáfanga stuttu eftir birtingu uppgjöra bankans og falla áform um sölu ágætlega að uppgjörsáætlun Íslandsbanka.“ Það þýðir einfaldlega að þingið hafði ekki tíma til þess að fara yfir forsendur málsins á viðunandi hátt. Ég skilaði umsögn eftir settann tímafrest af því að ég taldi þann tímafrest sem mér var settur vera gersamlega óásættanlegan til þess að skrifa álit um þær litlu upplýsingar sem við þó fengum. Þar fjalla ég um sölufyrirkomulagið: „Bankasýslan mælir með að Íslandsbanki verði seldur með tvenns konar fyrirkomulagi í bland. Annars vegar utan markaðar og og hins vegar samkvæmt miðlunaráætlun. Utan markaðar sala (e. over the counter) er sala til ákveðinna fjárfesta sem mæta einhverjum kröfum seljanda.“ Þetta þarf að endurtaka: „sala til ákveðinna fjárfesta sem mæta einhverjum kröfum seljenda.“ Krafan sem var gerð voru „hæfir fjárfestar“ og ég fullyrði að kynningin á því hverjir væru "hæfir fjárfestar" var algerlega óviðunandi. Umsagnaraðilar settu alltaf slíkt í samhengi við lífeyrissjóðina og aðila sem stunduðu stór og mikil viðskipti. Ekki að það væru aðilar eins og Hafsilfur, Lyf og heilsa og Bananalýðveldið. Í lifandis alvöru, hverjum dettur í hug að þessir aðilar séu hæfir fagfjárfestar. Sérstaklega þegar litið er til þess að fjárfestar eigi að „mæta einhverjum kröfum seljenda.“ Þegar minnisblað ráðuneytis vegna seinni sölunnar er skoðað þá eru þar mikilvægar vísbendingar um hvað fór úrskeiðis, til að byrja með lýsing ráðuneytis á tilboðsfyrirkomulaginu: „Sala með tilboðsfyrirkomulagi fer fram með þeim hætti að söluráðgjafar kanna áhuga hæfra fjárfesta á einum eða tveimur dögum og afla þannig upplýsinga um vilja þeirra til að taka þátt í útboði, með svipuðu fyrirkomulagi og var gert í frumútboðinu. Á grundvelli þessara upplýsinga er svo tekin ákvörðun um hvort að ráðist verði í útboð og hversu stór hlutur verði seldur. Sú ákvörðun yrði tekin eftir lokun markaða og ákvarðast útboðsverð af lokaverði þess dags. Niðurstöður úthlutunar þurfa að liggja fyrir áður en markaðir opna daginn eftir og því gefst lítill tími til að ákveða nákvæma úthlutun. Verð er ákveðið með hliðsjón af lokaverði útboðsdags. Um er að ræða lang algengustu aðferðina sem ráðandi hluthafar nýta sér við sölu á stórum hlutum í skráðum félögum á evrópskum hlutabréfamarkaði.“ Afstaðan sem ráðuneytið tekur er svo áhugaverð miðað við hvernig fór: „Með tilboðsfyrirkomulagi, líkt og því er almennt beitt, er verð seldra hluta ákveðið með hliðsjón af síðasta dagslokagengi hlutabréfa og er þá veittur lítilsháttar afsláttur frá því. Ástæða þess er sú að verið er að auka framboð bréfa á markaði og óska eftir því að hæfir fagfjárfestar kaupi stærri hlut, þar sem óvissa er um nákvæma þróun dagslokagengis næstu vikur á eftir.“ Á þessum stutta tíma sem þingið fékk tækifæri til þess að skoða málið og veita umsögn þá var alltaf gert ráð fyrir því hjá öllum gestum og ekkert gert til þess að leiðrétta þann skilning - að hér væri um að ræða söluferli til þess að finna líklega framtíðareigendur að bankanum. Fjárfestar sem ætluðu að kaupa stóran hlut. Því kom það skiljanlega öllum á óvart þegar listinn yfir þá sem keyptu var birtur. En hvað þá? Það er algerlega skýrt, lagalega og samkvæmt öllu meginreglum, að ráðherra ber ábyrgð á þessu ferli. Það er algerlega augljóst að Bankasýslan og ráðuneytið klúðraði málum hérna. Þó það liggi fyrir greinargerð þá er hún augljóslega villandi og stenst engar kröfur um gagnsæi. Það er nefnilega ekki nóg að birta greinargerð og segja „gagnsæi“ ef upplýsingarnar sem eru í greinargerðinni eru ekki skýrar. Lögin segja að ráðherra taki ákvörðun, að ráðherra beri ábyrgð. Vissulega er það Bankasýslan sem fer með framkvæmdina en ráðherra ber ábyrgð á því að framkvæmdin sé samkvæmt þeim markmiðum sem ráðherra setur. Þar eru tveir möguleikar í stöðunni, af því að ráðherra hefur sagt að hann hafi ekki lagt mat á þau tilboð sem Bankasýslan skilaði til hans, að (1) tilboðið hafi verið afurð þeirra skilmála sem ráðherra setti - og skilaði þá meðal annars þeirri niðurstöðu að vafasöm innherjaviðskipti gætu átt sér stað eða að fjölskyldumeðlimir ráðherra gætu tekið þátt. Eða (2) að ráðherra hafi ekki sinnt sinni skyldu og skoðað hvort ferlið hafi verið samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru. Hvort tveggja er alvarlegt. Annað hvort eru skilmálarnir það lélegir að innherjar gátu keypt eða þá að ráðherra sinnti ekki þeirri skyldu að skoða hvort ekki var staðið rétt að málum. Man einhver eftir Landsréttarmálinu til dæmis? Það er að vísu slæmt dæmi almennt séð um hvernig ráðherra sinnir sinni skyldu. En það sem það mál á að kenna okkur er að ráðherra getur skipt sér af. Ráðherra þarf bara að gera það rétt. Ekki nóg með það, þá samkvæmt lögum á ráðherra sérstaklega að „taka ákvörðun.“ Þannig ber ráðherra ábyrgð. Ef ráðherra stimplar tilboðið bara óséð - treystir því að allt hafi verið rétt gert - þá getur það varðað vanrækslu því ef ráðherra hefði skoðað tilboðið betur hefði hann væntanlega séð að þar hefði ekki allt farið fram með réttum hætti. Það er mikilvægt að þetta sé skýrt. Þingið fékk ekki nægan tíma til þess að gera góða umsögn vegna þess að ráðherra krafðist þess að fá umsögnina innan ákveðins tíma. Þingið er hins vegar sjálfstætt í sínum störfum og ráðherra starfar í umboði þess, þó ríkisstjórnarflokkarnir snúi þessu alltaf við og búi þannig til ráðherraræði. Í kjölfarið klúðraði ráðherra málinu svo annað hvort með því að gefa Bankasýslunni óljósar leiðbeiningar (ef ráðherra vildi ekki að þetta væri niðurstaða seinni sölunnar) eða klúðrað málum þegar niðurstaðan var sett í hendur hans. Nema auðvitað þetta hafi allt farið fram samkvæmt væntingum ráðherra. Ef svo, þá er það alvarlegt á allt öðrum skala - fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í almannaeign að yfirlögðu ráði. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Alþingi Íslenskir bankar Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nokkur atriði vegna ummæla Bryndísar Haraldsdóttur í Silfrinu vegna aðkomu Fjárlaganefndar og þingsins að sölu Íslandsbanka. Til að byrja með þá setti ráðherra Alþingi tímatakmörk til þess að klára umsögn sína. Sá tími var allt of lítill og tilfinningin sem maður fékk vegna umræðna á gögnum þingsins var vegna þess að það væri búið að ákveða að selja áður en glugginn eftir birtingu ársuppgjörs lokaði, eða eins og segir í minnisblaði ráðuneytisins: „Samkvæmt Bankasýslu ríkisins eru bestu gluggar fyrir söluáfanga stuttu eftir birtingu uppgjöra bankans og falla áform um sölu ágætlega að uppgjörsáætlun Íslandsbanka.“ Það þýðir einfaldlega að þingið hafði ekki tíma til þess að fara yfir forsendur málsins á viðunandi hátt. Ég skilaði umsögn eftir settann tímafrest af því að ég taldi þann tímafrest sem mér var settur vera gersamlega óásættanlegan til þess að skrifa álit um þær litlu upplýsingar sem við þó fengum. Þar fjalla ég um sölufyrirkomulagið: „Bankasýslan mælir með að Íslandsbanki verði seldur með tvenns konar fyrirkomulagi í bland. Annars vegar utan markaðar og og hins vegar samkvæmt miðlunaráætlun. Utan markaðar sala (e. over the counter) er sala til ákveðinna fjárfesta sem mæta einhverjum kröfum seljanda.“ Þetta þarf að endurtaka: „sala til ákveðinna fjárfesta sem mæta einhverjum kröfum seljenda.“ Krafan sem var gerð voru „hæfir fjárfestar“ og ég fullyrði að kynningin á því hverjir væru "hæfir fjárfestar" var algerlega óviðunandi. Umsagnaraðilar settu alltaf slíkt í samhengi við lífeyrissjóðina og aðila sem stunduðu stór og mikil viðskipti. Ekki að það væru aðilar eins og Hafsilfur, Lyf og heilsa og Bananalýðveldið. Í lifandis alvöru, hverjum dettur í hug að þessir aðilar séu hæfir fagfjárfestar. Sérstaklega þegar litið er til þess að fjárfestar eigi að „mæta einhverjum kröfum seljenda.“ Þegar minnisblað ráðuneytis vegna seinni sölunnar er skoðað þá eru þar mikilvægar vísbendingar um hvað fór úrskeiðis, til að byrja með lýsing ráðuneytis á tilboðsfyrirkomulaginu: „Sala með tilboðsfyrirkomulagi fer fram með þeim hætti að söluráðgjafar kanna áhuga hæfra fjárfesta á einum eða tveimur dögum og afla þannig upplýsinga um vilja þeirra til að taka þátt í útboði, með svipuðu fyrirkomulagi og var gert í frumútboðinu. Á grundvelli þessara upplýsinga er svo tekin ákvörðun um hvort að ráðist verði í útboð og hversu stór hlutur verði seldur. Sú ákvörðun yrði tekin eftir lokun markaða og ákvarðast útboðsverð af lokaverði þess dags. Niðurstöður úthlutunar þurfa að liggja fyrir áður en markaðir opna daginn eftir og því gefst lítill tími til að ákveða nákvæma úthlutun. Verð er ákveðið með hliðsjón af lokaverði útboðsdags. Um er að ræða lang algengustu aðferðina sem ráðandi hluthafar nýta sér við sölu á stórum hlutum í skráðum félögum á evrópskum hlutabréfamarkaði.“ Afstaðan sem ráðuneytið tekur er svo áhugaverð miðað við hvernig fór: „Með tilboðsfyrirkomulagi, líkt og því er almennt beitt, er verð seldra hluta ákveðið með hliðsjón af síðasta dagslokagengi hlutabréfa og er þá veittur lítilsháttar afsláttur frá því. Ástæða þess er sú að verið er að auka framboð bréfa á markaði og óska eftir því að hæfir fagfjárfestar kaupi stærri hlut, þar sem óvissa er um nákvæma þróun dagslokagengis næstu vikur á eftir.“ Á þessum stutta tíma sem þingið fékk tækifæri til þess að skoða málið og veita umsögn þá var alltaf gert ráð fyrir því hjá öllum gestum og ekkert gert til þess að leiðrétta þann skilning - að hér væri um að ræða söluferli til þess að finna líklega framtíðareigendur að bankanum. Fjárfestar sem ætluðu að kaupa stóran hlut. Því kom það skiljanlega öllum á óvart þegar listinn yfir þá sem keyptu var birtur. En hvað þá? Það er algerlega skýrt, lagalega og samkvæmt öllu meginreglum, að ráðherra ber ábyrgð á þessu ferli. Það er algerlega augljóst að Bankasýslan og ráðuneytið klúðraði málum hérna. Þó það liggi fyrir greinargerð þá er hún augljóslega villandi og stenst engar kröfur um gagnsæi. Það er nefnilega ekki nóg að birta greinargerð og segja „gagnsæi“ ef upplýsingarnar sem eru í greinargerðinni eru ekki skýrar. Lögin segja að ráðherra taki ákvörðun, að ráðherra beri ábyrgð. Vissulega er það Bankasýslan sem fer með framkvæmdina en ráðherra ber ábyrgð á því að framkvæmdin sé samkvæmt þeim markmiðum sem ráðherra setur. Þar eru tveir möguleikar í stöðunni, af því að ráðherra hefur sagt að hann hafi ekki lagt mat á þau tilboð sem Bankasýslan skilaði til hans, að (1) tilboðið hafi verið afurð þeirra skilmála sem ráðherra setti - og skilaði þá meðal annars þeirri niðurstöðu að vafasöm innherjaviðskipti gætu átt sér stað eða að fjölskyldumeðlimir ráðherra gætu tekið þátt. Eða (2) að ráðherra hafi ekki sinnt sinni skyldu og skoðað hvort ferlið hafi verið samkvæmt þeim skilyrðum sem sett voru. Hvort tveggja er alvarlegt. Annað hvort eru skilmálarnir það lélegir að innherjar gátu keypt eða þá að ráðherra sinnti ekki þeirri skyldu að skoða hvort ekki var staðið rétt að málum. Man einhver eftir Landsréttarmálinu til dæmis? Það er að vísu slæmt dæmi almennt séð um hvernig ráðherra sinnir sinni skyldu. En það sem það mál á að kenna okkur er að ráðherra getur skipt sér af. Ráðherra þarf bara að gera það rétt. Ekki nóg með það, þá samkvæmt lögum á ráðherra sérstaklega að „taka ákvörðun.“ Þannig ber ráðherra ábyrgð. Ef ráðherra stimplar tilboðið bara óséð - treystir því að allt hafi verið rétt gert - þá getur það varðað vanrækslu því ef ráðherra hefði skoðað tilboðið betur hefði hann væntanlega séð að þar hefði ekki allt farið fram með réttum hætti. Það er mikilvægt að þetta sé skýrt. Þingið fékk ekki nægan tíma til þess að gera góða umsögn vegna þess að ráðherra krafðist þess að fá umsögnina innan ákveðins tíma. Þingið er hins vegar sjálfstætt í sínum störfum og ráðherra starfar í umboði þess, þó ríkisstjórnarflokkarnir snúi þessu alltaf við og búi þannig til ráðherraræði. Í kjölfarið klúðraði ráðherra málinu svo annað hvort með því að gefa Bankasýslunni óljósar leiðbeiningar (ef ráðherra vildi ekki að þetta væri niðurstaða seinni sölunnar) eða klúðrað málum þegar niðurstaðan var sett í hendur hans. Nema auðvitað þetta hafi allt farið fram samkvæmt væntingum ráðherra. Ef svo, þá er það alvarlegt á allt öðrum skala - fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut í almannaeign að yfirlögðu ráði. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar