Hvert verk lofar sig sjálft Ingibjörg Isaksen skrifar 10. apríl 2022 07:31 Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Heilbrigðismál Ingibjörg Ólöf Isaksen Hjúkrunarheimili Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þær langþráðu og ánægjulegu fréttir hafa nú borist frá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra að búið sé að undirrita langtímasamninga um rekstur hjúkrunarheimila milli Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sjúkratrygginga Íslands. Samningarnir eru til þriggja ára og er heildarupphæð þeirra tæpir 130 milljarðar. Aukið fjármagn og betri þjónusta Á samningstímanum á að vinna að verkefnum sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi heimilanna til framtíðar og auka gæði í þjónustu. Samkvæmt nýjum samningum á að auka fjármagn til hjúkrunarheimila og bæta þjónustu við íbúa. Efla á þjónustu við þá einstaklinga sem þurfa hvað mesta umönnun með auknum framlögum í útlagasjóð og þá er áframhaldandi aukafjárveiting til lítilla hjúkrunarheimila tryggð. Í samningunum er einnig kveðið á um að styrkja úrræði fyrir yngri einstaklinga sem þurfa á þjónustu hjúkrunarheimila að halda og þá sem glíma við geð- og fíknisjúkdóma. Hér er um að ræða mikilvæga samninga sem stíga skref í að þróa áfram þá mikilvægu þjónustu sem eldra fólk á skilið að fá. Markmiði á ávallt að vera að veita góða þjónustu og tryggja öryggi íbúa. Þessir samningar sýna að sú er stefnan. Horft til framtíðar Þá er það einnig gleðiefni að samningsaðilar hafi samþykkt að setjast að borðinu með heilbrigðisráðuneytinu til að ræða þróun starfsemi hjúkrunarheimila með vinnuhópnum um endurskoðun á mats- og greiðslukerfi til hjúkrunarheimila. Með vinnuhópnum er verið að horfa til lengri tíma varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilum og hvernig sú þjónusta muni þróast til framtíðar. Sérstaklega mikilvægt er að skoða tengingu greiðslna við gæðavísa til að skoða hvernig bæta megi breyttum kröfum um gæði og þjónustu. Þá ætlar heilbrigðisráðuneytið beita sér fyrir því að skoða fyrirkomulag húsnæðismála hjúkrunarheimila, hér er um að ræða mjög spennandi og mikilvægt verkefni og áhugavert verður að fylgjast með þeirri vinnu. Langþráður stöðugleiki Þessir samningar marka mikilvæg tímamót, en nú eru loksins í gildi samningar til lengri tíma við rekstraraðila allra þeirra 45 hjúkrunarheimila sem starfa víðs vegar um landið samkvæmt samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Þá er það þýðingarmikið að samningarnir eru gerðir í góðri sátt. Með saminginunum hafa náðst veigamikil markmið um stöðugleika og fyrirsjáanleika varðandi þá þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilunum, því ber að fagna. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun