Samtaka samfélag Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 08:00 Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun