Þegar gleðin dó í Framsóknarhúsinu Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 22:54 Ljósmyndarinn nær að grípa örlagaríkt andartak í samtíma stjórnmálasögu, þegar starfsmenn BÍ vildu bregða á leik með Sigurði Inga sem sá sitt óvænna og vildi minna en ekkert af þessu glensi vita. Og mælti fram orð sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mynd sem sýnir andartakið þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lét hin umdeildu ummæli um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, fer nú sem eldur í sinu um internetið. Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna. Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Myndin er nánast þegar orðin hluti af nútíma stjórnmálasögu en eins og Vísir hefur farið ítarlega yfir gætu orð Sigurðar Inga, þess efnis að hann hafi ekki áhuga á að lyfta „þeirri svörtu“ haft margvíslegar pólitískar afleiðingar í för með sér. Myndin sýnir þrjá starfsmenn Bændasamtakanna halda á Vigdísi en Sigurður Ingi reynir að forða sér. BÍ-menn eru þeir Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson fyrrverandi formaður BÍ og fyrrverandi varaþingmaður Framsóknar, Höskuldur Sæmundsson sérfræðingur á markaðssviði og Ásgeir Helgi Jóhannsson lögfræðingur samtakanna. Sigurður Ingi stendur milli Höskuldar og Ásgeirs en hefur ekki hug á að halda við Vigdísi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndin ferðast um milli áhugamanna um stjórnmál og höfð í mismiklum flimtingum. Einn þeirra, Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og auglýsingamaður, hefur þegar birt myndina á sínum Facebook-vegg þar sem menn reyna að ráða í myndmálið. Sigurður Ingi Jóhannsson ræddi við Magnús Hlyn Hreiðarsson fréttamann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Magnús spurði Sigurð Inga hvort hann hefði verið ölvaður þetta kvöld. „Það var mikill gleðskapur þetta kvöld, söngur og gleði og mikill hávaði. Það var verið að fá mig, eins og ég hef lýst í minni yfirlýsingu, í einhverja myndatöku sem mér fannst ekki vera viðeigandi á þessum tíma.“ Sigurður Ingi hefur ekki viljað upplýsa nákvæmlega hver ummælin eru, þau sem hann sér eftir. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau á þá leið að spyrja hvort lyfta ætti þeirri svörtu. „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það,“ sagði Sigurður Ingi við Magnús Hlyn á Selfossi í kvöld þar sem ný skrifstofuaðstaða var opnuð í Landsbankahúsinu við Austurveg. Nú er unnið að því að koma á sættum en svo virðist sem kólandi sé milli Framsóknarflokksins og Bændasamtakanna. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að til standi að halda sáttafund á morgun. Þá munu þau Vigdís og Sigurður Ingi hittast á fundi. Með á fundinum verður einnig stjórn Bændasamtakanna.
Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Félagasamtök Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Ef það er einu sinni of mikið sagt, þá á ekki að endurtaka það“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að til standi að biðja Vigdísi Häsler, formann Bændasamtakanna, afsökunar. Hann hafi gert það opinberlega en ekki gert það persónulega. Þau munu hittast á morgun. 7. apríl 2022 19:10