Möguleikarnir fyrir lokaumferðina í Olís: Valur í kjörstöðu og úrslitaleikur milli Aftureldingar og Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 12:30 Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Mikið er undir í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari og Afturelding og Fram mætast í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17
Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti
Olís-deild karla Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira