Möguleikarnir fyrir lokaumferðina í Olís: Valur í kjörstöðu og úrslitaleikur milli Aftureldingar og Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 12:30 Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Mikið er undir í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari og Afturelding og Fram mætast í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17
Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti
Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira