Vaktin: Sagðir eiga í töluverðum agavandræðum Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 7. apríl 2022 22:50 Z er orðið að tákni innrásar Rússa í Úkraínu. EPA/ROMAN PILIPEY Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði í dag um að víkja Rússum úr Mannréttindaráðinu. Utanríkisráðherra Úkraínu fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiðið að vernda mannréttindi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Leyniþjónusta Úkraínu segir foringja í rússneska hernum eiga í vandræðum með að halda uppi aga og baráttuanda almennra hermanna. Rússar halda því fram að brottvísun þeirra úr Mannréttindaráðinu sé ólögleg. Talsmaður Pútíns viðurkenndi í dag að hersveitir Rússa hefðu orðið fyrir miklu mannfalli í Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínuræddi við utanríkisráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í dag þar sem hann fór fram á þrjá hluti; „Vopn, vopn og vopn.“ Hann segir hræsni að gera greinarmun á varnar- og sóknarvopnum. Vopnin þurfi að berast á næstu dögum, ekki vikum. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að nýjustu tillögur Úkraínu í samningaviðræðum ríkjanna séu afar frábrugðnar því sem rætt var í Istanbul í mars. Hann segir sumar kröfur Úkraínumanna óásættanlegar og að Rússar muni halda áfram að vinna útfrá eigin tillögum. Talsmaður hermálayfirvalda í Bandaríkjunum, John Kirby, segir fullkomlega raunhæft að ætla að Úkraínumenn geti unnið sigur á innrásarher Rússa. Hingað til hafi Rússar ekki náð einu einasta markmiði sínu en talið er að þeir stefni á austurhluta landsins á næstu vikum. Borgarstjóri Maríupól segir fleiri en 5.000 manns hafa verið myrta í borginni, þar á meðal 210 börn. Meira en 90 prósent af innviðum borgarinnar hafi verið eyðilagðir. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali við tyrkneskan miðil í morgun að Rússar vildu ekki leyfa mannúðaraðstoð í Maríupól af ótta við að upp komist um þau hroðaverk sem hafa verið framin í borginni. Sagði hann borgina orðna að „helvíti“. Selenskí segir bann við innflutningi olíu frá Rússlandi óumflýjanlegt, spurningin sé bara sú hversu margir Úkraínumenn Rússar nái að myrða áður en ákveðnir pólitíkusar „fái lánað“ hugrekki til að taka af skarið. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira