Banvæn skothríð vegna uppgjörs glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2022 23:37 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í skothríðinni. AP/Rich Pedroncelli Lögreglan í Sacramento í Bandaríkjunum telur að skothríð sem leiddi til þess að sex dóu og tólf særðust um helgina, hafi verið uppgjör milli glæpagengja. Búið er að bera kennsl á fimm menn sem komu að skothríðinni en talið er að þeir hafi verið fleiri. Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Tveir hafa verið handteknir en þeir eru bræður og særðust báðir þegar rúmlega hundrað skotum var hleypt af fyrir utan skemmtistað aðfaranótt sunnudagsins. Þeir hafa þó einungis verið ákærðir fyrir að bera vopn ólöglega, enn sem komið er. AP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmönnum lögreglunnar í Sacramento að myndbönd sem fólk hafi sent lögreglunni hafi hjálpað mjög við að bera kennsl á hina grunuðu. Hér má sjá slagsmál sem talin eru hafa leitt til skothríðarinnar. Police say 6 people have died and 10 injured following Sacramento Mass Shooting. #sacramentoshooting #news #streetmediahype pic.twitter.com/uhbkbjfG7S— Street Media Hype (@StreetMediaHype) April 3, 2022 Þrír karlmenn og þrjár konur létust í árásinni: Sergio Harris, 38 ára, De'Vazia Turner, 29 ára, Joshua Hoye-Lucchesi, 32 ára, Johntaya Alexander, 21 árs, Melinda Davis, 57 ára, og Yamile Martinez-Andrade, 21 árs. Um er að ræða mannskæðustu skotárásina í Bandaríkjunum á þessu ári. Bræðurnir sem hafa verið handteknir heita Smiley Martin (27) og Dandrae Martin (26). Báðir hafa verið ákærðir fyrir að vera með stolin vopn og er lögreglan að reyna að komast að því hvar þeir fengu þau. Smiley á sér sakaferil sem nær aftur til 2013 en honum var sleppt úr fangelsi á skilorði í febrúar. Þá hafði hann afplánað um helming tíu ár dóms fyrir heimilisofbeldi. Í frétt AP segir að Smiley hafi beðið um reynslulausn 2017 en þeirri beiðni hafi verið hafnað á eim grundvelli að hann sýndi „litla virðingu fyrir mannslífi og lögum“ og væri hættulegur samfélaginu. Dandrae Martin hefur einnig setið í fangelsi en var sleppt árið 2020. Hann hafði verið dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og líkamsárás.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar í Sacramento Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn og ákærður í tengslum við skotárás í Sacramento í gær. Sex létust í árásinni og tólf til viðbótar særðust. 4. apríl 2022 22:37