Viðreisn hefur ekki áhyggjur Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 12:04 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa. Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar féll meirihluti Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna - en reisti sig við með Viðreisn. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar, segir flokkinn skýran með að hann gangi óbundinn til kosninga. „Það hefur gengið mjög vel hjá þessum meirihluta og eins og ég hef sagt áður, ef meirihlutinn heldur er ekki óeðlilegt og kurteisi að byrja að tala saman. En við göngum alveg frjáls og getum unnið bæði til hægri og vinstri - sem við höfum líka gert allt þetta kjörtímabil,“ segir Þórdís Lóa. Síðast náði Viðreisn tveimur fulltrúum inn en nú mælist aðeins oddvitinn inni - á grundvelli 5,7% fylgis. Fylgið mældist 8,6% í mars. Þórdís Lóa segir kosningabarátttuna rétt hafna, og að fylgið sé greinilega á töluverðri hreyfingu. „Svo man ég líka eftir því að vorið 2018 mældumst við með fjögur prósent fylgi á svipuðum tíma en enduðum í tæpum níu. Þannig að þetta er bara sókn fram undan og er bara ágætis áminning um að bretta upp ermar. Ég hef nú trú á að þetta verði mikið fjör. Fljótlega eftir páska fer kosningabaráttan af stað,“ segir Þórdís Lóa. Framsókn er í sókn og mælist með þrjá menn inni. „Ég held að við getum unnið með öllum. Framsókn var með okkur í síðustu kosningabaráttu og það fór vel á með okkur. Mér finnst gaman að sjá að Framsókn er í sókn, það er ekkert óeðlilegt við það. Við eigum hins vegar eftir að sjá hver stefnumálin verða hjá þeim flokki eins og öðrum,“ segir Þórdís Lóa. Rætt var við borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sýnt frá niðurstöðum skoðanakönnunarinnar: Framsóknarflokkurinn er á miklu flugi og fengi 14 prósent atkvæða nú en Viðreisn tapar 2,5 prósentustigum frá kosningum og fengi 5,7 prósent. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn bæti sig frá síðustu könnun er hann töluvert frá síðustu kosningaúrslitum og fengi 25,5 prósent nú. Flokkur fólksins mælist með 3,8 prósent en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og mælist nú með 8,4 prósent. Miðflokkurinn er vart mælanlegur með 0,6 prósent og Píratar eru enn yfir kjörfylgi með 11,4 prósent. Samfylkingin sækir á frá síðustu könnun og mælist nú með sama fylgi og íkosningunum 2018 og Vinstri græn eru einnig á svipuðum slóðum og kosningunum 2018 með 4,4 prósent. Ef þetta yrðu úrslitin í maí vantaði núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar einn borgarfulltrúa til að geta endurnýjað meirihluta sinn. Þeir fengju samanlagt 11 borgarfulltrúa af 23 og núverandi minnihluta flokkar tólf fulltrúa.
Viðreisn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira