Sjaldan fleiri verið nauðungarvistaðir en í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:35 Nauðungarvistanir á bráðageðdeild 32c hafa verið gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Sjaldan eða aldrei hafa fleiri verið nauðungarvistaðir og á fyrstu mánuðum þessa árs að sögn ráðgjafa nauðungarvistaðra. Þetta úrræði sé gríðarlegt inngrip í líf fólks sem líkist oft á tíðum gæsluvarðhaldi. Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.” Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Dökk mynd er dregin upp af bráðageðdeild Landspítalans í nýrri skýrslu Umboðsmanns Alþingis þar sem því er beint til stjórnvalda að grípa til úrbóta. Geðhjálp hefur sömuleiðis lýst því hvernig nauðungarvistuðum sé meinað að yfirgefa herbergi sín, megi ekki tala í síma og jafnvel ekki fá sér kaffibolla. Nauðungarvistaðir hafa rétt á viðtölum við ráðgjafa sem veitir þeim stuðning, upplýsingar og aðstoðar við lögfræðileg álitaefni, svo dæmi séu tekin. Ólafur Páll Vignisson er annar ráðgjafanna en hann hefur farið í tvöfalt fleiri viðtöl við nauðungarvistaða það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. „Okkur hefur fundist þetta vera nokkuð jafnt frá ári til árs, en þessir fyrstu þrír mánuðir ársins virðast benda til þess að að hafi orðið talsverð fjölgun,” segir Ólafur. Samanlagt hafa ráðgjafarnir tveir tekið 78 viðtöl við nauðungarvistaða einstaklinga í ár og aðstoðað 31 við að bera fram kröfu um endurskoðun nauðungarvistunar undir héraðsdóm. Í fyrra voru viðtölin 234 og kærur 103. Ólafur telur að oft sé gengið of langt í að skerða frelsi fólks með þessum hætti. „Mér hefur stundum fundist að það sé kannski horft léttvægt á þann þátt sem varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og í einhverjum tilvikum hefur mér fundist að viðkomandi hefði kannski ekki þurft á nauðungarvistun að halda.” Þar af leiðandi séu dæmi um að héraðsdómur hafi snúið við ákvörðunum um að nauðungarvista fólk. Hann tekur undir með umboðsmanni að úrbóta sé þörf, til dæmis sé umhverfið á bráðageðdeild heldur kaldranalegt. „Þar er allt tekið af viðkomandi, sími og tölva jafnvel og þess háttar þar sem þess er freistað að loka viðkomandi svolítið frá umhverfinu. Og sum partinn minnir sú deild mig svolítið á gæsluvarðhaldgang, allt rammlæst og þú kemst, eðli máls samkvæmt, ekkert útaf deildinni. Þannig að mér hefur fundist umhverfið frekar kalt en starfsmennirnir veita mikla hlýju og stuðning, eins og ég sé þetta.” Þetta hafi ekki síður áhrif á fólk. „Fólk upplifir ákveðna höfnun og þetta er oft spurning um mannlega reisn, og mér hefur fundist fólk upplifa að þetta sé niðurlægjandi úrræði.”
Heilbrigðismál Geðheilbrigði Landspítalinn Tengdar fréttir Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Meinað að drekka kaffi, reykja og fara út Samtökin Geðhjálp segja ljóst að daglega sé brotið á mannréttindum fólks inni á geðdeildum landsins. Fólki er sums staðar meinað að drekka kaffi, fara í símann, reykja sígarettu eða rölta út undir bert loft. 2. apríl 2022 12:05